Rannsóknargreinar

Krabbameinsskráning á Íslandi í 70 ár

Hér verða skoðaðar breytingar á nýgengi krabbameina, dánartíðni og lifun á Íslandi frá upphafi skráningar fram til ársins 2022 í samanburði við Norðurlönd.

Lesa meira

Einkenni og mataræði einstaklinga með iðraólgu sem fylgja lág-FODMAP mataræði

Markmið rannsóknarinnar var að bera saman einkenni og mataræði einstaklinga með iðraólgu sem fylgja lág-FODMAP mataræði, með eða án stuðnings næringarfræðings.

Lesa meira

Kviðarklofi og naflastrengshaull: Nýgengi, sjúkdómsgangur og árangur meðferðar

Rannsóknin náði til allra nýbura sem lögðust inn á Vökudeild Barnaspítala Hringsins og fengu greininguna kviðarklofi eða naflastrengshaull á árunum 1991-2020.

Lesa meira

Fyrirburafæðingar á Íslandi 1997-2018: Hefur uppruni mæðra áhrif á útkomur barna?

Markmið rannsóknarinnar voru að meta útkomur fyrirbura íslenskra mæðra og mæðra af erlendum uppruna á Íslandi á árunum 1997-2018 og að bera þær saman á milli rannsóknarhópanna.

Lesa meira

Umfang undanþágulyfja á Íslandi 2020-2021 – greining og samanburður við Svíþjóð árið 2020

Á Íslandi voru samþykktar undanþágulyfjaumsóknir 49.161 árið 2020 og 46.581 árið 2021

Lesa meira

Blæðing eftir fæðingu einbura á Íslandi árin 2013–2018, nýgengihlutfall og áhættuþættir

Tíðni ≥1000 ml blæðinga eftir fæðingu hefur aukist, en einungis meðal kvenna í ofþyngd. Aukningin gæti skýrst af flóknu samspili offitu og hærri tíðni inngripa

Lesa meira

Þjálfun landsbyggðarlækna í meðhöndlun slasaðra og bráðveikra

Á Íslandi býr tæplega 60% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri. Hin 30% þjóðarinnar eru staðsett vítt og dreift um landið, fjarri þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem veitt er á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ein af forsendum þess að byggð þrífist á landsbyggðinni er að íbúar hafi aðgang að nauðsynlegri læknisþjónustu.

 

Lesa meira

Gagnsemi serum-tryptasamælinga hjá sjúklingum með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts á bráðamóttöku 2011–2018

Mælingar á s-tryptasa hjá sjúklingum á bráðamóttöku með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts virðast veita gagnlegar upplýsingar til greiningar sjúkdómsins þegar sjúklingur uppfyllir ekki greiningarskilmerki BOK.

Lesa meira

Breytingar í lungnavef á tölvusneiðmyndum sjúklinga með kórónuveirusjúkdóm 2019 (COVID-19)

Niðurstöðurnar sýna hlutfallslegt algengi og gerð myndbreytinga hjá sjúklingum með að miðlungi alvarlegan eða alvarlegan COVID-19. Einnig er langvarandi breytingum á tölvusneiðmyndum eftir COVID-19 lýst og sýnt fram á hvaða sjúklingahópar eru í mestri áhættu á að hafa slíkar breytingar. 

Lesa meira

Áhrif lyfsins fampridíns á skerta göngugetu sjúklinga með MS (Multiple Sclerosis)

MS-sjúkdómurinn er ein algengasta orsök hreyfiskerðingar fólks á aldrinum 18-50 ára. Rannsóknir sýna mishátt hlutfall skertrar göngugetu hjá þessum hópi, á bilinu 40-90%. Þetta einkenni sjúkdómsins er þeim erfiðast í daglegu lífi.

Lesa meira

D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims. Meiri líkamsþyngd eykur líkur á sjúkdómum eins og sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Offitu fylgir einnig aukin hætta á að fá ýmis krabbamein, kæfisvefn og sálfræðilega kvilla.

Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá fólki með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífsgæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á næringarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala.

Lesa meira

Heysjúkdómar á Íslandi II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi

Heyverkun á Íslandi hefur breyst mikið á þessari öld. Lengst af var hey þurrkað, en í óþurrkum var þurrkunin léleg. Þá hitnaði í heyinu í hlöðunni. Þetta voru kjöraðstæður fyrir myglu og mítla og það myndaðist mikið ryk þegar farið var að gefa það. Votheysverkun sem hófst á seinustu öld kom í veg fyrir þannig myglu. Bráðaofnæmi fyrir heyryki virðist ekki hafa verið rannsakað að ráði fyrr en í lok síðustu aldar. Þá var vakin athygli á því að heymítlar (storage mites), sem áður voru nefndir heymaurar á íslensku, væru aðalorsök bráðaofnæmis fyrir heyryki.

Lesa meira

Ábendingar og árangur ósæðarlokuísetningar með þræðingartækni (TAVI) á Íslandi

Á Íslandi er algengið 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt og með hækkandi aldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að fjöldi sjúklinga tvöfaldist á næstu 20 árum. Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30-daga dánartíðni og heildarlifunar og tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág.

Lesa meira

Tengsl þrálátra líkamlegra einkenna við þunglyndi og kvíða hjá þeim sem leituðu til heilsugæslu

Þessi einkenni eru algeng á öllum sviðum og stigum heilbrigðiskerfisins.

Þrálát líkamleg einkenni tengjast slakri líkamlegri og geðrænni heilsu. Þau hafa háa fylgni við þunglyndi og kvíðaraskanir en rannsóknir benda til þess að á bilinu 40-60% fólks með slík einkenni uppfylli greiningarskilmerki fyrir þunglyndi eða kvíða.

Sýnt hefur verið fram á gagn af hugrænni atferlismeðferð við ákveðnum gerðum þessara einkenna, svo sem iðraólgu, síþreytu og vefjagigt, en slík meðferð er í flestum tilfellum sérhæfð.

Lesa meira

Viðhorf hjúkrunarfræðinga og almenn viðhorf til ákæru vegna alvarlegra sjúklingaatvika í heilbrigðisþjónustu: Eru blikur á lofti?

Þessi rannsókn fjallar um áhrif þess að beita refsingum þegar eitthvað fer úrskeiðis í heilbrigðisþjónustu. Sjónum er beint að því hvort almenn viðhorf til refsinga geti skipt máli í umræðunni um öryggi sjúklinga og þá hvernig. Rannsóknin á sér aðdraganda í atburði sem markaði tímamót í íslenska heilbrigðiskerfinu. Þess vegna er mikilvægt að fá betri skilning á því hvernig sambandinu milli almenns viðhorfs til refsinga og öryggis sjúklinga er háttað.

Lesa meira

Algengi og þróun geðraskana og geðlyfjanotkunar meðal íbúa íslenskra hjúkrunarheimila frá 2003 til 2018

Aldursbreytingar hafa áhrif á verkan geðlyfja og rannsóknir hafa ekki staðfest jákvæða langtíma verkun þeirra fyrir aldraða. Þeir er einnig viðkvæmir fyrir skaðlegum aukaverkunum lyfjanna sem aukast enn með fjöllyfjanotkun. Því er mikilvægt að geðlyfjanotkun aldraðra sé byggð á nákvæmri geðskoðun. Eins er mikilvægt að þróa önnur úrræði til að efla geðheilsu íbúa íslenskra hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Geðræn líðan íslenskra ungmenna: Tengsl við vinnu með skóla?

Rannsókn byggð á norrænum spurningalista um sjálfsmat geðrænnar líðanar. Rannsóknin var lögð fyrir 2800 ungmenni á aldrinum 13-19 ára, slembivalin úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 49%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau fundu fyrir geðrænum einkennum síðasta árið og þeim skipt í þrjá hópa: sem ekki vinna með skóla, eru hóflegri vinnu með skóla og í mikilli vinnu. Ónógur svefn, depurð og þunglyndi geta haft margvísleg áhrif á daglegt líf unglingsins, dregið úr hugrænni getu og námsárangri, valdið brottfalli úr skóla, aukið slysahættu og jafnvel leitt til sjálfsvígs.

Lesa meira

Dagleg hreyfing og þunglyndiseinkenni eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli á Norðurlandi: Lýðgrunduð rannsókn

Heilsueflandi hreyfing á sér margskonar rætur en markviss hreyfing í frístundum virðist tengjast geðheilsu meira en hreyfing við aðrar aðstæður. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því að eldra fólk sem glímir við þunglyndi heldur sig mögulega frá frístundatengdri og markvissri hreyfingu. Þessar niðurstöður, og það að þekkja hvernig eldri einstaklingar hreyfa sig í daglegu lífi, geta nýst læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem ráðleggja um viðeigandi heilsueflandi hreyfingu. Þekking sem þessi skiptir máli fyrir stefnumótun stjórnvalda, heilbrigðisyfirvalda og sveitastjórna þar sem markmiðið er að efla heilsu eldri borgara og veita viðeigandi þjónustu til þeirra sem vilja eldast heima.  

Lesa meira

Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar

Þessi rannsókn sýnir athyglisverðan mun milli Íslands og Svíþjóðar á þáttum sem tengjast greiningu og meðferð kvenna með ífarandi brjóstakrabbamein. Íslenskar konur voru yngri og höfðu frekar fjarmeinvörp við greiningu samanborið við konur sem greindust í Svíþjóð. Þó sameindafræðilegir undirflokkar væru svipaðir höfðu marktækt færri konur á Íslandi HER-2 jákvæð æxli og fleiri höfðu þríneikvæð æxli.

Lesa meira

Afdrif þeirra sem gengist hafa undir æxlisminnkandi skurðaðgerð og hitaða lyfjameðferð innan lífhimnu

Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbamein heims og er krabbager í lífhimnu (peritoneal carcinomatosis) alvarlegasta birtingarmynd þeirra. Nýgengi er óljóst vegna þess hve illa myndgreining nemur krabbager í lífhimnu. Í 5-10% aðgerða í læknandi tilgangi við ristil- og endaþarmskrabbameinum reynist sjúklingurinn með meinvörp í lífhimnu og um 4-19% sjúklinga greinast með slík meinvörp við eftirfylgd eftir aðgerð. Hefðbundin meðferð er krabbameinslyfjameðferð með eða án skurðaðgerðar.

Lesa meira

Vatnsbornar hópsýkingar á Íslandi – greining á umfangi og ástæðum

Hreint neysluvatn er undirstaða lýðheilsu. Algengasta orsök sýkinga af völdum neysluvatns eru sýklar sem berast með saur manna eða dýra í vatn. Markmið þessarar rannsóknar er að taka saman skráðar vatnsbornar hópsýkingar á tuttugu ára tímabili, 1998-2017, og greina hvað hafi valdið þeim. Jafnframt eru tekin saman tilvik þar sem neysluvatn hefur mengast þó sjaldan sé skráð hópsýking í tengslum við þau.

Lesa meira

D-vítamínbúskapur íslenskra barna og ungmenna: Langtímarannsókn

Meirihluti D-vítamíns sprettur af nýmyndun í húðinni eftir útsetningu fyrir UV-B geislum sólarinnar en minni hlutinn kemur frá D-vítamíninntöku í fæðu. Náttúrulegir D-vítamíngjafar eru meðal annars feitur fiskur og eggjarauður. Á norðlægum breiddargráðum er þéttni útfjólublárrar geislunar ekki nægjanleg til nýmyndunar D-vítamíns yfir vetrarmánuðina og íbúar því háðir D-vítamíninntöku í fæðu og fæðubótarefnum til að ná æskilegri blóðþéttni D-vítamíns. Það er vel þekkt að langvarandi skortur D-vítamíns geti leitt til sjúkdóma á borð við beinkröm hjá börnum og beinmeyru hjá fullorðnum.   

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica