TAVI-aðgerð á Landspítala

Ósæðarlokuþrengsl eru algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlöndum

Marsblaðið

03. tbl. 107. árg. 2021

Ritstjórnargreinar

Ingileif Jónsdóttir

Bylting í þróun bóluefna

Reynslan af þróun bóluefna gegn COVID-19, prófunum, mati og framleiðslu, verður ómetanleg við þróun nýrra og betri bóluefna.

Rafn Benediktsson

Ofþyngd þjóðar - hvað getum við gert?

Fæstir geta snúið við einir og óstuddir og almennar ráðleggingar um „heilbrigðan lífsstíl“ leysa sjaldnast málið. Það þarf eitthvað miklu meira. Í aðgerðaáætluninni frá 2013 var talað um þekkingarteymi sem hægt væri að leita til með alvarlegustu tilfellin. Það hefur ekki enn verið stofnað.

Fræðigreinar

Katrín Júníana Lárusdóttir, Hjalti Guðmundsson, Árni Johnsen, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir

Ábendingar og árangur ósæðarlokuísetningar með þræðingartækni (TAVI) á Íslandi

Íslandi er algengið 4,3% hjá einstaklingum yfir sjötugt og með hækkandi aldri þjóðarinnar má gera ráð fyrir að fjöldi sjúklinga tvöfaldist á næstu 20 árum. Árangur TAVI-aðgerða hér á landi er mjög góður, ekki síst þegar litið er til lágrar 30-daga dánartíðni og heildarlifunar og tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág.

Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson, Þórarinn Gíslason

Heysjúkdómar á Íslandi II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi

Heyverkun á Íslandi hefur breyst mikið á þessari öld. Lengst af var hey þurrkað, en í óþurrkum var þurrkunin léleg. Þá hitnaði í heyinu í hlöðunni. Þetta voru kjöraðstæður fyrir myglu og mítla og það myndaðist mikið ryk þegar farið var að gefa það. Votheysverkun sem hófst á seinustu öld kom í veg fyrir þannig myglu. Bráðaofnæmi fyrir heyryki virðist ekki hafa verið rannsakað að ráði fyrr en í lok síðustu aldar. Þá var vakin athygli á því að heymítlar (storage mites), sem áður voru nefndir heymaurar á íslensku, væru aðalorsök bráðaofnæmis fyrir heyryki.

Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, Svava Engilbertsdóttir, Leifur Franzson, Hjörtur Gíslason, Ingibjörg Gunnarsdóttir

D-vítamínbúskapur fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er offita eitt stærsta heilsufarsvandamál heims. Meiri líkamsþyngd eykur líkur á sjúkdómum eins og sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Offitu fylgir einnig aukin hætta á að fá ýmis krabbamein, kæfisvefn og sálfræðilega kvilla.

Langtímaárangur efnaskiptaaðgerða hjá fólki með offitu er almennt góður, með tilliti til þyngdartaps, fylgisjúkdóma offitu og lífsgæða. Hins vegar geta aðgerðirnar aukið líkur á næringarefnaskorti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap einstaklinga fyrir og eftir efnaskiptaaðgerðir á Landspítala.


3. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Guðrún Stefánsdóttir, Elín I. Jacobesen, Hrefna Guðmundsdóttir

Frá Lyfjastofnun. COVID-19-bóluefni og aukaverkanir

Hugrún Lilja Ragnarsdóttir, Snædís Inga Rúnarsdóttir

Frá Félagi læknanema. Ástráður í 20 ár: Kynfræðsla á tímum kórónuveirunnar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica