Mynd mánaðarins

Everest

Gunnar Guðmundsson lungnalæknir tók þessa mynd af hæsta fjalli heims, Everest í Himalajafjöllum í Nepal (8848 m), frá grunnbúðum fjallsins (5340 m). Gunnar er einn höfunda yfirlitsgreinar um hæðarveiki sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins.


11. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Nóbelsverðlaun í læknisfræði 2019 – Súrefnisskynjun frumunnar

Magnús Karl Magnússon

Mikilvægi súrefnis hefur verið þekkt öldum saman en það er ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn áttuðu sig á því hvernig frumur lífvera laga sig að breytingum á súrefnismagni.

Eina raunverulega vandamál heimspekinnar?

Óttar Guðmundsson

Bæði sjálfsvíg og efnahagskreppur eru flókin fyrirbæri þar sem margir þættir rekast hver á annars horn. Hrunið hafði reyndar líka fyrirbyggjandi áhrif vegna aukinnar samheldni þjóðarinnar í þessu sameiginlega skipbroti.

 

Fræðigreinar

Efnahagskreppur og tíðni sjálfsvíga á Íslandi 1911-2017


Högni Óskarsson, Kristinn Tómasson, Sigurður Páll Pálsson, Helgi Tómasson

Sjálfsvíg eru í 16. sæti yfir dánarorsakir í veröldinni. Beinar orsakir eru ekki alltaf þekktar, en tengjast oft þunglyndi og ytri áföllum. Dregið hefur úr tíðni sjálfsvíga á heimsvísu undanfarna áratugi. Samkvæmt niðurstöðunum er ekki samband milli sjálfsvígstíðni og sveiflna í efnahagslífi Íslands.

Áhrif hjartaendurhæfingar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun


Kristín Elísabet Hólmgeirsdóttir, Brynjólfur Gauti Jónsson, Thor Aspelund, Gunnar Guðmundsson, Janus Guðlaugsson

Dánartíðni einstaklinga með hjartabilun er há þrátt fyrir læknisfræðilegar framfarir síðustu áratuga. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif þjálfunar á líkamlega afkastagetu einstaklinga með hjartabilun og vísbendingar eru um tengsl þjálfunar við færri endurinnlagnir á sjúkrahús og lægri dánartíðni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica