Mynd mánaðarins

Egill Skallagrímsson

Egill Skallagrímsson prýðir kápuna í þetta sinn enda er heilsufar hans þungamiðjan í fræðigrein í maíblaðinu. Talið er Hjalti Þorsteinsson (1665-1754) prestur og listamaður í Vatnsfirði við Djúp hafi málað myndina sem er heilsíðumynd og varðveitt í ríkmannlegu stærðar pappírshandriti með Eglu og fleiri Íslendingasögum og Íslendingaþáttum, AM 426 fol. Handritið var skrifað á seinni hluta 17. aldar og er varðveitt á Árnastofnun í Reykjavík.

 

 

 


05. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Að lifa í breyttum heimi

Hildur Thors

Framboð hefur aukist á orkuþéttum mikið unnum matvælum meðlítið næringagildi og offita vex hröðum skrefum. Daglegt líf, ferðamáti, streita, hraði þjóðfélagsins og eðli vinnunnar hefur mikið breyst. Við þurfum núna öll að hugsa upp á nýtt hvernig lífi við viljum lifa.

Geðheilsa ungs fólks

Nanna Briem

Góð geðheilsa á unglingsárunum leggur grunninn að heilbrigði í framtíðinni. Fyrst og fremst fyrir einstaklinginn og umhverfi hans, en ekki síður fyrir allt samfélagið okkar. Það er því til mikils að vinna að fjárfesta í geðheilsu okkar unga fólks.

Fræðigreinar

Snemmkominn árangur opinna ósæðarlokuskipta við ósæðarlokuþrengslum hjá konum á Íslandi


Anna Guðlaug Gunnarsdóttir, Kristján Orri Víðisson, Sindri Aron Viktorsson, Árni Johnsen, Daði Helgason, Inga Lára Ingvarsdóttir, Sólveig Helgadóttir, Arnar Geirsson, Tómas Guðbjartsson

Borinn var saman árangur 151 konu og 277 karla. Heildartíðni snemmkominna fylgikvilla reyndist sambærileg fyrir bæði kyn og ekki marktækur munur á 30 daga dánartíðni sem var 5,6% fyrir hópinn í heild (8,6% fyrir konur og 4% fyrir karla).

Visna Egils Skallagrímssonar


Halldór Bjarki Einarsson, Ronni Mikkelsen, Jón Torfi Gylfason, Jan Holten Lützhøf

Sögufrægasta persóna Íslendingasagna er Egill Skallagrímsson. Margir fræðimenn hafa sett fram þá tilgátu að Egill hafi þjáðst af Pagets-sjúkdómi. Í norrænni bókmenntasögu goðafræði koma fyrir frásagnir af hervæddri skjaldmey sem kölluð var Visna og lýsingin minnir mjög á Egil.Þetta vefsvæði byggir á Eplica