Aprílblaðið
04. tbl. 107. árg. 2021
Ritstjórnargreinar
Að bæta göngugetu
Allar deildir sjúkrahússins munu hafa gagn af því að meðferðarteymin við Grensás geti tekið að sér sjúklinga frá öðrum deildum án óhóflegs biðtíma
Kvíði á óvissutímum. - „Þó maðurinn lifi ekki nema í hundrað ár, hefur hann áhyggjur fyrir þúsund“
Margt af hugrakkasta fólkinu sem ég hef kynnst er einmitt fólk sem glímir við mikinn kvíða og hefur tekist á við erfiðleikana með hugrekki, áræðni og seiglu
Fræðigreinar
Áhrif lyfsins fampridíns á skerta göngugetu sjúklinga með MS (Multiple Sclerosis)
MS-sjúkdómurinn er ein algengasta orsök hreyfiskerðingar fólks á aldrinum 18-50 ára. Rannsóknir sýna mishátt hlutfall skertrar göngugetu hjá þessum hópi, á bilinu 40-90%. Þetta einkenni sjúkdómsins er þeim erfiðast í daglegu lífi.
Skyndileg meðvitundarskerðing vegna lokunar á æð Percherons - sjúkratilfelli
Hér er kynnt tilfelli ungrar konu sem fékk skyndilegan höfuðverk og skerta meðvitund. Sjáöldur voru misvíð og brugðust illa við ljósáreiti og iljaviðbrögð voru jákvæð beggja megin. Fram komu flogalíkar hreyfingar í öllum útlimum. Tölvusneiðmynd af heila og heilaæðum var eðlileg en bráð segulómun sýndi byrjandi drep í stúku beggja megin.