Mynd mánaðarins

COVID-19 Í HÖRPU

Starfsfólk Heilsugæslunnar í Efra-Breiðholti var mætt í bílakjallarann í Hörpu sunnudaginn 22. mars til þess að taka sýni úr ökumönnum og farþegum bíla sem áttu pantaðan tíma. Bílaröð hlykkjaðist hægt og varlega gegnum rýmið og undraverur í búningum munduðu sótthreinsaða pinna til að fiska upp sýni úr koki og nefholi.


04. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Tímabundið átak eða framtíðarlausn?

Anna Margrét Halldórsdóttir

Það má lyfta grettistaki í heilbrigðismálum þegar ógn steðjar og því hljótum við að hætta að sætta okkur við fréttaflutning af „fráflæðivanda“ Landspítala. Sá vandi er mannanna verk og verkefni stjórnvalda að leysa þau.

Í auga stormsins

Margrét Ólafía Tómasdóttir

Hið fornkveðna: Heilbrigðiskerfið er eins og olíuskip, það tekur langan tíma að beygja út af fyrri stefnu. Ég held það hljóti hér með að vera afsannað.

Fræðigreinar

Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð


G.Haukur Guðmundsson, Erlingur Jóhannsson

Árlega greinast um 1600 einstaklingar á Íslandi með krabbamein. Fimm ára lifun þeirra hefur aukist undanfarna áratugi og voru 14.744 einstaklingar á lífi í árslok 2017 sem greinst höfðu með krabbamein einhverntíma á lífsleiðinni. Búist er við að sá hópur fólks sem lifir lengi eftir greiningu með krabbamein fari stækkandi.

Sjónsviðsskerðing við fyrstu hjáveituaðgerð (trabeculetomiu) við gláku


Elín Björk Tryggvadóttir, Sveinn Hákon Harðarson, María Soffía Gottfreðsdóttir

Gláka er hrörnunarsjúkdómur í sjóntaug augans. Eina sannreynda meðferðin við gláku byggir á að lækka augnþrýsting og hægja þannig á hraða sjónsviðsskerðingar. Þegar lyfjameðferð dugir ekki eða gláka er langt gengin er skurðaðgerð beitt. Hjáveituaðgerð (trabeculectomy) er algengasta skurðaðgerðin við gláku.Þetta vefsvæði byggir á Eplica