Sjúkrastofa í franska spítalanum í Eyjum í byrjun 20. aldar

Í kjallara Ljósmyndasafns Vestmannaeyja fannst þessi mynd á kápu júníblaðsins og minnir að innihaldi og birtubrigðum á 15. aldar málverk hollensku meistaranna. Stórhýsin sem Frakkar reistu hérlendis til að hlynna að sínum sjómönnum voru einsog guðdómleg kraftaverk á íslenskan lágreistan mælikvarða í upphafi nýrrar aldar. Löngu fyrir tíma erfðagreininga, öndunarvéla og sýnatökupinna.

Tölublað júnímánaðar

06. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Alma D. Möller

COVID-19: Snerpa, samvinna og samstaða

Samfélagið er lítið með stuttum boðleiðum en líka svo stórt að hægt er að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Dreifbýli og þrautseigja þjóðar sem býr við óblíða náttúru skiptir líka máli.

Gylfi Zoëga

Um efnahag og farsóttir

Nú er lag að fjárfesta í bættum þjóðvegum og endurbótum á ferðamannastöðum, svo ekki sé talað um þá heilbrigðisþjónustu sem mest hefur mætt á í farsóttinni.

Fræðigreinar

María J. Gunnarsdóttir, Ása St. Atladóttir, Sigurður M. Garðarsson

Vatnsbornar hópsýkingar á Íslandi – greining á umfangi og ástæðum

Hreint neysluvatn er undirstaða lýðheilsu. Algengasta orsök sýkinga af völdum neysluvatns eru sýklar sem berast með saur manna eða dýra í vatn. Markmið þessarar rannsóknar er að taka saman skráðar vatnsbornar hópsýkingar á tuttugu ára tímabili, 1998-2017, og greina hvað hafi valdið þeim. Jafnframt eru tekin saman tilvik þar sem neysluvatn hefur mengast þó sjaldan sé skráð hópsýking í tengslum við þau.

Albert Páll Sigurðsson, Þorsteinn Gunnarsson, Hjalti Már Þórisson, Ingvar Hákon Ólafsson, Gunnar Björn Gunnarsson

Lokun í botn- og hryggslagæð heila. Sjúkratilfelli og yfirlit

Hér er lýst sjúkratilfelli 22 ára gamallrar hraustrar konu sem komið var með meðvitundarlausa á bráðamóttöku Landspítala sumarið 2018. Tölvusneiðmynd af heila við komu sýndi stórt drep í litla heila hægra megin og mikinn bjúg sem þrengdi að fjórða heilahólfi. Æðamynd við komu vakti grun um flysjun í vinstri hryggslagæð og lokun botnslagæðar sem var staðfest síðar við innæðameðferð.  

 

Anna Mjöll Matthíasdóttir, Brynja Ármannsdóttir, Agnar Bjarnason

Ferðalangur með hita og útbrot ▪ Tilfelli mánaðarins ▪

Hraustur 34 ára karlmaður leitaði til læknis á landsbyggðinni. Hann hafði komið heim úr nokkurra vikna ferð til Filippseyja tveimur dögum áður. Á heimleiðinni veiktist hann með hita, hrolli, hósta og hálssærindum ásamt niðurgangi. Verður Varð síðan var við útbrot á bringu, hálsi og kvið sem dreifðust um allan líkama en leitaðir loks til læknis vegna áframhaldandi slappleika.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica