Mynd mánaðarins

Lúra

Ein af fræðigreinunum í septemberblaðinu er um svefntruflanir. Það er víst fátt sem er skaðlegra fyrir manninn en að geta ekki sofið, það er verra en nokkurt eitur og orkar á alla starfsemi líkama og sálar.


09. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Engin fræðastörf á vinnutíma

Þórður Harðarson

Hið þríeina kostnaðarsama hlutverk Landspítala verða stjórnvöld og Alþingi að skilja, það er að lækna, fræða og kenna, og það verður aldrei aðgreint.

Má kona fæða ein?

Hulda Hjartardóttir

Óskandi væri að við gætum bæði tryggt öryggi sem best en á sama tíma komið til móts við mismunandi þarfir fæðandi kvenna með bættri aðstöðu og viðmóti þannig að engri konu finnist hún þurfa að ganga í gegnum fæðingu ein og óstudd.

Fræðigreinar

Frumkomin trefjunargallgangabólga á Íslandi 1992-2012


Hafsteinn Óli Guðnason, Jón Kristinn Örvarsson, Óttar Már Bergmann, Sigurður Ólafsson, Jón Gunnlaugur Jónsson, Einar Stefán Björnsson

Frumkomin trefjunargallgangabólga (primary sclerosing cholangitis, PSC) er langvinnur bólgusjúkdómur sem herjar á gallganga innan og utan lifrar. Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar.

Algengi svefntruflana hjá fólki með MS


Aðalbjörg Albertsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Björg Þorleifsdóttir

MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgum og skemmdum á taugaslíðri taugafrumna í miðtaugakerfinu. Afleiðingar skemmdanna eru mismunandi eftir því hvar í heila eða mænu þær eru, en þær valda oft einhverjum sjúkdómseinkennum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica