Kólesterólsteinar

Þessir fögru steinar myndast í gallblöðrunni

Októberblaðið

10. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Þórólfur Guðnason

COVID-19 – hvað höfum við lært og hvert stefnum við?

Reynslan sem fengist hefur á undanförnum mánuðum gefur okkur einstakt tækifæri til að skipuleggja varnir gegn veirunni. Ekki er fyrirsjáanlegt að veiran hverfi úr alþjóðasamfélaginu í bráð og það mun taka tíma að framleiða öruggt bóluefni.    

Engilbert Sigurðsson

Nýjungar og áskoranir í læknanámi á tímum rafrænna stökkbreytinga

Nú eru 60 manns tekin inn í læknadeild árlega, og gamla afríska máltækið máltækið að það þurfti heilt þorp til að ala upp barn er í fullu gildi.

Fræðigreinar

Birgitta R. Smáradóttir, Gísli K. Kristófersson, Árún K. Sigurðardóttir, Sólveig Á. Árnadóttir

Dagleg hreyfing og þunglyndiseinkenni eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli á Norðurlandi: Lýðgrunduð rannsókn

Heilsueflandi hreyfing á sér margskonar rætur en markviss hreyfing í frístundum virðist tengjast geðheilsu meira en hreyfing við aðrar aðstæður. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir því að eldra fólk sem glímir við þunglyndi heldur sig mögulega frá frístundatengdri og markvissri hreyfingu. Þessar niðurstöður, og það að þekkja hvernig eldri einstaklingar hreyfa sig í daglegu lífi, geta nýst læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum sem ráðleggja um viðeigandi heilsueflandi hreyfingu. Þekking sem þessi skiptir máli fyrir stefnumótun stjórnvalda, heilbrigðisyfirvalda og sveitastjórna þar sem markmiðið er að efla heilsu eldri borgara og veita viðeigandi þjónustu til þeirra sem vilja eldast heima.  

Aron Hjalti Björnsson, Þorgeir Orri Harðarson, Ingvar Hákon Ólafsson, Óskar Ragnarsson, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Offita er ekki alltaf offita: Cushing-sjúkdómur - sjúkratilfelli

Cushing er sjaldgæfur innkirtlasjúkdómur sem orsakast af ofseytingu nýrnahettuvaka frá kirtilæxli í heiladingli. Einkennin eru fjölbreytt og birtingarmynd breytileg. Heilkenninu fylgir oftast þyngdaraukning með fitusöfnun á andliti, kvið, ofan á viðbeinum og baki. Ofgnótt kortisóls veldur þynningu á húð og því er algengt að sjúklingar hafi einkenni eins og húðslit, marbletti og lélegan gróanda í sárum.

Katrín Hjaltadóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir, Páll Helgi Möller

Gallsteinar – yfirlitsgrein

Fylgikvillar gallsteina eru algengir, hafa margvíslegar birtingarmyndir og innlögnum og aðgerðum vegna þeirra fer fjölgandi. Sjúklingar geta verið á öllum aldri og komið úr hvaða þjóðfélagshópi sem er. Uppvinnsla og greining krefst nákvæmni þar sem meðferð ólíkra fylgikvilla er breytileg. Endanleg meðferð felst þó í gallblöðrutöku og ætti því að vísa sjúklingi til skurðlæknis þegar einkenni hafa gert vart við sig.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica