Víðir, Alma og Þórólfur stilltu sér upp fyrir viðtal um samstarf þeirra og einhug

Ljósmyndarinn Kristinn Ingvarsson fór inn á Höfðatorg þar sem Embætti landlæknis er til húsa og tók myndir af teyminu sem hefur leitt þjóðina í gegnum kófið. Æðruleysi, hlýleiki og rósemd hefur einkennt þeirra málflutning, fáorð og gagnorð, stillt og kurteis. Bent hefur verið á skyldleikann við þrenninguna einu og sönnu að því leyti að fólk hefur trúað á þau og fengið sín boðorð: Hlýðum Víði, Við erum öll almannavarnir, Fáum úr því rúss að ferðast innanhúss, Það bera sig allir vel. Þríeykið og kófið virkjaði marga góða krafta svo lengi verður í minnum haft þrátt þann mikla alvöruþunga sem COVID-19 felur í sér og er hvergi nærri lokið.

Tölublað júlímánaðar

07. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Hulda Einarsdóttir

Samsek í þögn

Þeldökkir Ameríkanar hafa verri aðgang að hollum mat, hreinu lofti og útivistarsvæðum. Póstnúmer manns er mikilvægara en erfðaefni, heilsufarssaga og tryggingar. Svartir búa nánast allir ennþá í rauðu hverfunum sem þeir voru skipaðir í á 20. öldinni.

Óskar Reykdalsson

Heilsugæsla á breyttum tímum

Rafræn þjónusta hefur aukist á undanförnum árum og netspjall sannað gildi sitt á COVID-tímum og við mislingaátakið fyrir ári. Símanúmerið 1700 er líka öflugur leiðarvísir í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Fræðigreinar

Ástríður Pétursdóttir, Örvar Gunnarsson, Elsa B. Valsdóttir

Afdrif þeirra sem gengist hafa undir æxlisminnkandi skurðaðgerð og hitaða lyfjameðferð innan lífhimnu

Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbamein heims og er krabbager í lífhimnu (peritoneal carcinomatosis) alvarlegasta birtingarmynd þeirra. Nýgengi er óljóst vegna þess hve illa myndgreining nemur krabbager í lífhimnu. Í 5-10% aðgerða í læknandi tilgangi við ristil- og endaþarmskrabbameinum reynist sjúklingurinn með meinvörp í lífhimnu og um 4-19% sjúklinga greinast með slík meinvörp við eftirfylgd eftir aðgerð. Hefðbundin meðferð er krabbameinslyfjameðferð með eða án skurðaðgerðar.

Vigdís Sverrisdóttir, Nick Cariglia, Sverrir Harðarson, Kristín Huld Haraldsdóttir

Trefjabólgusepi í smágirni - Sjúkratilfelli

Trefjabólgusepar eru sjaldgæf góðkynja æxli sem er að finna í öllum hlutum meltingarvegar. Æxlin eru smá og einkennalaus en geta valdið garnasmokkun og geta blætt. Hér er lýst tilfelli 25 ára konu sem leitaði á sjúkrahús með kviðverki og einkenni blóðleysis, þar sem blóðrauði mælist 36 g/L við komu á sjúkrastofnun. Uppvinnsla leiddi í ljós stórt æxli í smágirni. Við skurðaðgerð var æxlið fjarlægt með hlutabrottnámi á smágirni. Vefjagreining leiddi í ljós trefjabólgusepa.

Gunnar Guðmundsson, Gunnar Júlíusson

Berkjuskúlk – yfirlit

Berkjuskúlk er sjúkdómur þar sem berkjur verða óeðlilega víðar og ástandið er viðvarandi, staðbundið eða dreift um bæði lungu. Sjúkdómurinn kemur á öllum aldri og veldur hósta með uppgangi og endurteknum sýkingum. Tíðni er hærri hjá konum og vex með aldri. Hann einkennist af endurteknum tímabilum þar sem einkenni versna mikið og gerist það oftast vegna sýkinga.

Berkjuskúlk getur verið af óþekktum orsökum en getur líka tengst mörgum sjúkdómum bæði í lungum og utan þeirra. Dæmi um slíka sjúkdóma eru astmi, langvinn lungnateppa og liðagigt auk þess sem brestir í ónæmiskerfi tengjast berkjuskúlki. Þannig er sjúkdómsmynd ólík milli einstaklinga.


0708. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Glænýir læknar bætast við stéttina

Unnur Steina Björnsdóttir

Dagur í lífi astma- og ofnæmislæknis
Þetta vefsvæði byggir á Eplica