Mynd mánaðarins

LÆKNADAGAR

Læknadagar eru: Heil fræðsluvika með milljón málþingum, hádegisverðarmambói, nokkrum lítrum af latte og karmellum, lyfjabásum, hinni hefðbundnu spurningakeppni, gömlum félögum og kollegum á trúnó, og fréttum af læknisfræðilegum nýjungum og framfarasporum.

 

 


02. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Lungun og loftgæðin

Dóra Lúðvíksdóttir

Nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að auknu fjármagni verið varið til ferðasúrefnisbúnaðar. Samtök lungnasjúklinga eiga hrós skilið fyrir baráttu sína og þrautseigju í þessu máli.

Lípóprótein(a) og áhrif þess á hjartasjúkdóma

Hilma Hólm

Lípóprótein(a) hefur áhrif á kransæðasjúkdóm og skylda æðasjúkdóma, ósæðarlokuþrengsl, hjartabilun og ævilengd. Um fimmtungur Íslendinga er með hækkað Lp(a) gildi í blóði.

Fræðigreinar

Notkun ósæðardælu við kransæðahjáveituaðgerðir


Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir, Erla Liu Ting Gunnarsdóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir, Sunna Rún Heiðarsdóttir, Sólveig Helgadóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson

Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast framkvæmd sem valaðgerð en stundum brátt í kjölfar nýlegs hjartadreps, óstöðugra brjóstverkja eða vegna hjartabilunar.

Þroski minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012


Olga Sigurðardóttir, Kristín Leifsdóttir, Þórður Þórkelsson, Ingibjörg Georgsdóttir

Á síðustu árum og áratugum hafa orðið miklar framfarir í fæðingar- og nýburalækningum sem leitt hafa til betri árangurs í meðhöndlun fyrirbura. Lífslíkur minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤1000 g) hafa aukist og flestir þeirra lifa nú af án alvarlegra fylgikvilla.Þetta vefsvæði byggir á Eplica