Mynd mánaðarins

DNA-sameind

Á kápu marsblaðsins er tölvugert listaverk, teikning af DNA-sameind. Sameindin DNA (deoxyribonucleic acid) er úr löngum tvöföldum gormlaga þræði úr fosfötum og sykrum, sem tengjast saman með gagnvegum úr kjarnsýru. Rimarnar úr þessum slóða mynda spíralinn sem er á kápumyndinni.


03. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Að leika guð - framfarir í erfðafræði

Hans Tómas Björnsson

Nýlega varð gríðarmikil aukning í getu okkar til að breyta erfðamengi manna og dýra. Þetta byggir á uppgötvunum úr rannsóknum á einskonar ónæmiskerfi baktería, en það eru kerfi sem hjálpa þeim að verja sig fyrir veirusýkingum. Við erum hluti af byltingu sem mun gjörbreyta klínísku starfi næstu áratugi og ættum öll að vera vel upplýst um hvað er að gerast á þessum nýja vettvangi.

Geta vísindin klukkað samfélagið?

Tryggvi Helgason

Skýrsla starfshóps ráðherra er ítarleg um kosti breyttrar klukku en mjög lítið er fjallað um neikvæð áhrif breytingarinnar, enginn fulltrúi frá íþróttahreyfingunni var í hópnum. Með fækkun bjartra stunda að afloknum skóla- og vinnudegi má telja líklegt að hreyfing minnki. Hún er nú þegar í harðri samkeppni við aðra afþreyingu.

Fræðigreinar

Áhrif framköllunar fæðingar eftir 41. viku meðgöngu á fæðingarmáta og útkomu fæðinga


Ásta Hlín Ólafsdóttir, Daði Már Kristófersson, Sigfríður Inga Karlsdóttir

Framkölluðum fæðingum fjölgað mikið hér á landi síðustu ár eins og víða í nágrannalöndunum. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að framköllun fæðingar getur haft áhrif á aðra útkomuþætti kvenna eins og notkun mænurótardeyfingar, blæðingu eftir fæðingu, spangaráverka og tímalengd fæðingar.

Líkamsskynjunarröskun - Helstu einkenni, algengi, greining og meðferð


Hrefna Harðardóttir, Arna Hauksdóttir, Andri Steinþór Björnsson

Þeir sem þjást af líkamsskynjunarröskun verja miklum tíma í að hugsa um útlitsgalla sína sem eru þó ekki til staðar eða eru smávægilegir. Þeir hafa áhyggjur af húðinni (hrukkum, bólum, og örum), hári (að líkamshár líti ekki "rétt" út) og nefi (lögun eða stærð þess), en áhyggjurnar geta þó beinst að hvaða líkamshluta sem er.Þetta vefsvæði byggir á Eplica