Mynd mánaðarins

Gangi þér allt að sólu!

Fæðingardeild Landspítala, 4. febrúar 2008. Hraustur drengur dregur andann í fyrsta sinn öruggur í höndum Þóru Steingrímsdóttur fæðinga- og kvensjúkdómalæknis. Í kring- standa sérfræðingar sem hver um sig gegnir vel æfðu og lífsnauðsynlegu hlutverki til að koma litlu lífi heilu og höldnu í heiminn.


12. tbl. 104. árg. 2018

Ritstjórnargreinar

Loftslagsbreytingar og heilsufar

Halldór Björnsson

Mismunandi er hversu berskjölduð þjóðfélög eru fyrir áhrifum loftslagsbreyting, það ræðst af innviðum, atvinnuháttum, stjórnarháttum - en ekki bara af umfangi breytinganna. Þetta ætti ekki að koma á óvart, – búið var að spá þessari þróun. Spár um hlýnun jarðar eru nokkurra áratuga gamlar, og upptalning á líklegum afleiðingum fyrir vistkerfi og félagskerfi margar frá því fyrir síðustu aldamót.  

Sagan á bak við salernis-innlagnir á Landspítala

Þórhildur Kristinsdóttir

Landspítali er hjarta íslenska heilbrigðiskerfisins, góður vinnustaður með fagfólk á heimsmælikvarða, en hjartað er bilað. Það gengur erfiðlega að halda markmið um lágmarksbiðtíma eftir aðgerðum og daglega, á undanförnum mánuðum, dvelja 15-25 sjúklingar á bráðamóttöku sem bíða eftir að komast í rúm á legudeild. Sú bið getur tekið upp í þrjá sólarhringa.

Fræðigreinar

Misnotkun lóperamíðs – hægðatregða eða hjartastopp?


Anna Kristín Gunnarsdóttir, Magnús Jóhannsson, Magnús Haraldsson, Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Eftirlit með lyfjaávísunum hér á landi hefur aukist vegna vaxandi misnotkunar ópíóíða. Íslendingar virðast nota helmingi meira af ópíóíðum en aðrar Norðurlandaþjóðir en ástæða þess er talin vera ávísanir fyrir Parkódíni og Parkódín forte. Sjúklingum sem nota sterka ópíóíða fjölgaði um 68,5% á Sjúkrahúsinu Vogi á árunum 2015-2017.

Drep í fingrum í kjölfar ísetningar slagæðaleggja - sjúkratilfelli


Atli Steinn Valgarðsson, Sigurbergur Kárason, Elín Laxdal, Kristín Huld Haraldsdóttir

Sjúklingur í sýklasóttarlosti gekkst undir aðgerð vegna rofs á skeifugörn. Á annarri viku sáust einkenni blóðþurrðar í öllum fingrum vinstri handar. Sjúklingurinn var fjölveikur og var beitt blóðþynnandi meðferð sem sjúklingurinn þoldi ekki vegna blæðinga frá meltingarvegi og því dregið úr henni. Átta vikum síðar var komið drep í alla fingur vinstri handar og orsökin talin margþætt.

Umræða og fréttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica