Mynd mánaðarins

Aðgerð

Læknarnir Cushing og Scarff að undirbúa heilaskurð. Cushing (1869-1939) var brautryðjandi í taugalæknisfræði og starfaði lengst af á Johns Hopkins-spítalanum í Baltimore.


10. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Brostið stuðningsnet útskrifta

Aðalsteinn Guðmundsson

Örlítið brot af raunveruleika Landspítala nær athygli með fréttum af yfirfullri bráðamóttöku, á bakvið tjöldin er alvarlegur mönnunarvandi sem er flókið að horfast í augu við.

Arðbært heilbrigðiskerfi

Björn Rúnar Lúðvíksson

Það er löngu tímabært að hætta að ræða um taprekstur heilbrigðiskerfisins, hann er einfaldlega ekki til. Við megum þó ekki staðna í þeirri viðleitni að gera gott kerfi betra og arðsamara. Þar liggja fjölmörg sóknarfæri.

Fræðigreinar

Ávísanir á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá ungu fólki fyrir og eftir bankahrun


Árni Arnarson, Jón Steinar Jónsson, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Emil Lárus Sigurðsson

Rannsóknin sýnir auknar ávísanir á svefn- og róandi lyf í aðdraganda efnahagshrunsins, sérstaklega til karla. 

Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007


Ingibjörg Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Árún K. Sigurðardóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir

 Í kjölfar reglugerðarbreytingar 2007 voru þeir sem fluttu á hjúkrunarheimili eldri og veikari við komu og lifðu skemur eftir vistaskiptin en þeir sem fluttu inn fyrir breytingu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica