Septemberblaðið
09. tbl. 109. árg. 2023
Ritstjórnargreinar
Nýskapandi nálgun. Gunnar Thorarensen
Mörg frábær dæmi má finna hér á landi um spennandi og gagnlega aðkomu nýsköpunarfyrirtækja að bættri heilbrigðisþjónustu, ekki síst meðal þeirra sem sérhæfa sig í stafrænum lausnum. Þá er ekki ofsagt að Ísland sé í fararbroddi í heimi lífvísindanna, eins og nýleg dæmi um vísindalega nýsköpun í meðferð sára og augnsjúkdóma bera eftirtektarverðan vitnisburð um.
Quis custodiet medicum? Tryggvi Helgason
Hver verndar lækninn? Það er okkar lækna sjálfra að sinna kollegum okkar og samstarfsfólki þegar eitthvað bjátar á og styðja ef þyngslin leggjast yfir.
Fræðigreinar
Umfang undanþágulyfja á Íslandi 2020-2021 – greining og samanburður við Svíþjóð árið 2020
Á Íslandi voru samþykktar undanþágulyfjaumsóknir 49.161 árið 2020 og 46.581 árið 2021
Gagnreynd þekking á lífsháttum - yfirlit um nýjar norrænar ráðleggingar um næringu og mataræði – áhersla á sjálfbærni
Lífshættir, venjur og aðstæður eins og matur, næring, svefn, útivera og hreyfing, auk félagslegrar virkni hafa mikil áhrif á heilsu
Hin mörgu andlit streptókokka af flokki A: Tilfellaröð ífarandi sýkinga af barnadeild
Undanfarið hefur nýgengi ífarandi sýkinga af völdum streptókokka aukist í heiminum