Læknadagar 2021

Læknadagar voru haldnir í 25. sinn 18.-22. janúar, - og í ljósi alls sem er í þessum nýja COVID-mettaða heimi voru þeir mannlausir með öllu.

Febrúarblaðið

02. tbl. 107. árg. 2021

Ritstjórnargreinar

Arnór Víkingsson

Kínalífselixír og nútímaheilsa

Fyrsta verkefni læknisins er að útiloka að einkennin stafi frá vefrænum kvilla. Íslenskir læknar standa sig yfirleitt vel í því ferli en misstíga sig oft í næsta skrefi, upplýsingagjöfinni. Það skiptir í mörgum tilvikum miklu að skjólstæðingurinn fái staðfestingu á að búið sé að útiloka undirliggjandi vefrænan sjúkdóm og jafnframt er mikilvægt að hann fái rökræna og rétta skýringu á eðli starfræna vandans, að vandamálið sé ekki ímyndun.

Ástríður Stefánsdóttir

Hvers vegna á ekki að skima konur á aldrinum 40-49 ára fyrir brjóstakrabbameini?

Hvers virði er eitt mannslíf? Hversu mikill er skaðinn sem sjúkdómsgreining að óþörfu veldur? Hversu mikill er skaðinn sem sjúkdómsgreining að óþörfu veldur? Hvað er rétt að kosta miklu til ef vafi leikur á ágóða af lýðheilsuaðgerð?

Fræðigreinar

Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz, Elín Broddadóttir, Sturla Brynjólfsson, Agnes Sigríður Agnarsdóttir, Paul M. Salkovskis, Jón Friðrik Sigurðsson

Tengsl þrálátra líkamlegra einkenna við einkenni þunglyndis og kvíða hjá einstaklingum sem leituðu til heilsugæslu

Þessi einkenni eru algeng á öllum sviðum og stigum heilbrigðiskerfisins.

Þrálát líkamleg einkenni tengjast slakri líkamlegri og geðrænni heilsu. Þau hafa háa fylgni við þunglyndi og kvíðaraskanir en rannsóknir benda til þess að á bilinu 40-60% fólks með slík einkenni uppfylli greiningarskilmerki fyrir þunglyndi eða kvíða.

Sýnt hefur verið fram á gagn af hugrænni atferlismeðferð við ákveðnum gerðum þessara einkenna, svo sem iðraólgu, síþreytu og vefjagigt, en slík meðferð er í flestum tilfellum sérhæfð.

Helgi Kristjánsson, Ólafur Árni Sveinsson

Heilkenni skammvinns höfuðverkjar með brottfallseinkennum og eitilfrumuhækkun í mænuvökva – tvö tilfelli og yfirlit

Heilkenni skammvinns höfuðverkjar er sjaldgæft sjúkdómsástand sem fyrst var lýst 1981. Það einkennist af höfuðverkjaköstum og brottfallseinkennum frá taugakerfi auk eitilfrumnahækkunar í mænuvökva. Heilkennið er góðkynja og einkenni ganga til baka en mikilvægt er að útiloka alvarlegar orsakir fyrir einkennum sjúklinga. Nokkrar tilfallaraðir um hafa verið birtar erlendis en aldrei áður á Íslandi. Eftirfarandi tvö tilfelli varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir heilkennisins.

Davíð Gíslason, Tryggvi Ásmundsson, Einar G. Pétursson

Eldri heimildir um heyöflun og heysjúkdóma á Íslandi

Heysjúkdómar hafa vafalaust fylgt búskaparháttum Íslendinga alveg frá landnámi í lok 9. aldar. Aðstæður til heyöflunar hafa verið betri á fyrstu öldum eftir landnám en seinna var, þegar veðurfar kólnaði og landgæði versnuðu. Hér er fjallað um það sem skrifað hefur verið um heysjúkdóma á Íslandi frá byrjun 17. aldar og fram á miðja 20. öld


2. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Reynir setti Læknadaga 2021

Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Birna Varðardóttir, Elísabet Margeirsdóttir, Gréta Jakobsdóttir, Vaka Rögnvaldsdóttir, Anna Sigríður Ólafsdóttir

Bréf til blaðsins. Henta lágkolvetnamataræði og föstur í þjálfun? Sigríður Lára Guðmundsdóttir et al
Þetta vefsvæði byggir á Eplica