Mynd mánaðarins

Heilbrigðisráðherra kvaddur á fundi í Arnarhváli 1974

 

 

Magnús Kjartansson (1919-1981) sem situr fremstur á myndinni vinstra megin var heilbrigðis-, tryggingamála- og iðnaðarráðherra fyrir Alþýðubandalagið og einn fyrsti heilbrigðisráðherra Íslendinga.


12. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Áfalla- og streituraskanir – ein megináskorun lýðheilsuvísinda 21. aldar

Unnur Valdimarsdóttir

Fólk með áfallatengdar raskanir er í um 30% aukinni áhættu á fjölmörgum sjálfsofnæmissjúkdómum, 30-60% aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og um 50% aukinni áhættu á ýmsum lífshættulegum sýkingum á borð við heilahimnubólgu, hjartaþelsbólgu og blóðsýkingum.

Heilsa þjóðar í efnahagsmælingum

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

Mælikvarðar á borð við landsframleiðslu eru algengir til að meta almenna velferð í samfélögum. Þó ber að líta á slíka mælikvarða sem grófa leiðbeiningu sem metur verðmæti þess sem í samfélaginu er framleitt og neytt.

Fræðigreinar

Greining meðfæddra missmíða í miðtaugakerfi hjá fóstrum og nýburum á Íslandi 1992-2016


Ásdís Björk Gunnarsdóttir, Sara Lillý Þorsteinsdóttir, Hulda Hjartardóttir, Hildur Harðardóttir

Miðtaugakerfi manna þroskast hratt á fósturskeiði og þróast síðan áfram eftir fæðingu og alveg fram á fullorðinsár. Þroskaröskun á fósturskeiði getur valdið missmíði á miðtaugakerfi. Tímasetning og eðli röskunarinnar ræður útkomunni en afleiðingar geta verið skerðing á vitsmunalegri getu, flogaveiki, skerðing á hreyfi- og skyngetu og fleira.

Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki


Þórunn Jóhanna Júlíusdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnheiður Bachmann, Karitas Ívarsdóttir, Jón Steinar Jónsson

Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál. Á Íslandi hefur tíðnin aukist á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, með meðgöngusykursýki.Þetta vefsvæði byggir á Eplica