Mynd mánaðarins

Skemmtiferð í Ósafirði við Patreksfjörð

 

Skemmtiferð með öllu tilheyrandi í Ósafirði innst við Patreksfjörð, undir Kleifaheiði í Vestfjarðakjördæmi, skammt frá þar sem nú er verið að klára Dýrafjarðargöng. Rómantísk og óspillt náttúrustemmning sem vitnar um gósentíma og fullveldi Íslands innan seilingar.

 


01. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Krabbamein, áfengi og samfélagsleg ábyrgð

Laufey Tryggvadóttir

Mörgum brá við niðurstöður rannsóknar í Lancet í sumar. Þar sagði að þótt hófleg neysla (undir einu glasi á dag) geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta fylgi neyslunni aukin áhætta á krabbameinum. Áfengi getur verið hættulegt og goðsögnin um að hóflega drukkið vín bæti heilsuna riðar til falls.

Þráhyggjusál í löskuðum líkama?

Hjalti Már Björnsson

Undanfarna áratugi hef ég haft það á tilfinningunni að öfgar í íþróttaiðkun hafi farið vaxandi. Þeim hefur fjölgað sem hreyfa sig ekkert og kljást við alvarlegt heilsutjón vegna þess en að sama skapi hefur þeim fjölgað sem stunda of mikla hreyfingu sér til tjóns.

Fræðigreinar

Notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu


Unnur Sverrisdóttir, Freyja Jónsdóttir, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Hildur Harðardóttir, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir

Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsynleg, þrátt fyrir að skortur sé á rannsóknum og gagnreyndum upplýsingum um notkun lyfja á meðgöngu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengt er að konur taki lyf og fæðubótarefni á meðgöngu. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Meirihluti barnshafandi kvenna tekur fólínsýru. Barnshafandi konur hafa rökrétt og allajafna jákvætt viðhorf til lyfjanotkunar á meðgöngu.

Loftbrjóst beggja vegna eftir nálastungumeðferð á meðgöngu - sjúkratilfelli


Atli Steinn Valgarðsson, Tómas Guðbjartsson

Þetta er sjaldgæfur en lífshættulegur fylgikvilli eftir nálastungumeðferð á brjóstholi. Sjúklingurinn leitaði snemma á sjúkrahús þar sem skjót greining og meðferð tryggðu að móður og barni farnaðist vel. Tilfellið er áminning um þá fylgikvilla sem hlotist geta af nálastungum og mikilvægi þess að upplýsa sjúklinga um þá.Þetta vefsvæði byggir á Eplica