Ritstjórnargreinar

Aukin tíðni offitu á meðgöngu er alvörumál. Heiðdís Valgeirsdóttir

Eftir því sem offita er meiri, þeim mun meiri áhætta er á fylgikvillum sem eru: meðgöngusykursýki, háþrýstingssjúkdómar, vaxtarskerðing hjá barni, að barn sé þungburi, fósturgallar og fósturdauði á meðgöngu. Í fæðingu er aukin hætta á áhaldafæðingu eða bráðakeisaraskurði.

 

Lesa meira

Hvar eru strákarnir? Sunneva Roinesdóttir, Sigurveig Pétursdóttir, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir

Ljóst er að mikil breyting hefur orðið á læknastéttinni. Hlutfall kvenna hefur aukist til muna

 

Lesa meira

Sjaldgæfir sjúkdómar – framfarir og áskoranir. Ólöf Jóna Elíasdóttir

Miklar breytingar hafa þó orðið á Íslandi eftir að Miðstöð sjaldgæfra sjúkdóma tók til starfa á Landspítala árið 2021 þar sem teymi sérhæfðs starfsfólks sinnir meðferð, eftirliti og rannsóknum á sjaldgæfum sjúkdómum.

Lesa meira

Aðgerðahópur heimilislækna. Gunnar Þór Geirsson

Forgangsraða þarf tíma lækna svo þeir geti sinnt sjúklingum, kennslu og rannsóknum. En það gerir þetta enginn fyrir okkur. Hvorki fyrir heimilislækna né aðra lækna. Það þarf að berjast fyrir þessu eins og öllu öðru sem er einhvers virði.

Lesa meira

Hver á að sinna meðferð einstaklinga með offitu? Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir

Það er brýn þörf að bæta aðgengi að meðferð og eftirliti vegna offitu á Íslandi. Sérfræðiþekking og áralöng reynsla er til staðar en hún nýtist ekki nógu mörgum eins og staðan er í dag.

 

Lesa meira

Fjölgun læknanema við læknadeild Háskóla Íslands: áskoranir og framkvæmd. Þórarinn Guðjónsson

Stjórnendur læknadeildar Háskóla Íslands hafa ítrekað verið spurðir hvers vegna ekki sé hægt að fjölga tafarlaust læknanemum við deildina. Svarið er einfalt. Fjármagn og aðstaða hafa ekki gert það mögulegt.

 

Lesa meira

Lyfjaskírteini – hugleiðing. Sigríður Björnsdóttir

Ég held við séum öll sammála um að það þurfi að vera reglur og eftirlit, það er af hinu góða. Hins vegar eru skilyrði fyrir niðurgreiðslu sumra lyfja eins og þau eru í dag íhaldssöm og fylgja ekki klínískum leiðbeiningum.

 

Lesa meira

Til hamingju íslenskir læknar með 110. árgang Læknablaðsins. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Kæru læknar og aðrir lesendur, það er skemmtilegt og fróðlegt ár framundan hjá Læknablaðinu sem hefur hátíðarbrag í tilefni afmælis. Óska blaðinu bjartrar framtíðar og þess að ráðamenn auki fjármagn til vísindavinnu og skilning sinn á þýðingu þeirrar vinnu.

 

Lesa meira

Brjóstagjöf og brjóstamjólk er heilsuávinningur fyrir móður og barn. Michael Clausen

Í skýrslu frá UNICEF kemur fram að börn í velferðarríkjum eru ólíklegri til að vera á brjósti borið saman við börn í fátækari löndum. Þau eru einnig ólíklegri til að vera eingöngu á brjósti fyrstu fimm mánuði ævinnar.

Lesa meira

Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði eða læknisfræði 2023. Ingileif Jónsdóttir

Nóbelsverðlaunin í læknisfræði voru í ár veitt Katalin Karikó og Drew Weissman fyrir grundvallaruppgötvanir þeirra á breytingum á núkleósíðbösum, sem gerðu kleift að þróa verndandi mRNA-bóluefni gegn COVID-19 á methraða.

 

Lesa meira

Lyfjaskortur á Íslandi. Heimatilbúinn vandi? Ragnar Bjarnason

Lyfjastofnun tekur skráningargjald fyrir alla styrkleika og form. Töflur eða mixtúrur sem henta börnum bera þannig sama skráningargjald og lyfið sem selt í þúsundum til fullorðinna. Þannig hefur þetta ástand bitnað hvað verst á börnum.

 

Lesa meira

Skorpulifur í stórsókn. Sigurður Ólafsson

Hér á landi eru lýðheilsusjónarmið látin víkja. Rekinn hefur verið áróður fyrir meira frelsi í áfengissölu. Alþingismenn leggja fram frumvörpsem leiða til greiðara aðgengis að áfengi en jafnframt að lögð skuli meiri áhersla á forvarnir. Það felst æpandi mótsögn í því.

 

Lesa meira

Útflutningur þekkingarstarfa. Magnús Gottfreðsson

Hafa stjórnvöld og stjórnendur HÍ einhverja stefnu um námsframboð og stærð deilda, eða á allt að vera opið í þeim efnum? Hættan er að langvarandi undirfjármögnun háskólastigsins beini nemum í námsgreinar sem er auðveldara að kenna með færri kennurum og þar með ódýrara.

Lesa meira

Fjöllyfjameðferð: Vogarskálar ávinnings og skaða? Aðalsteinn Guðmundsson

Óviðeigandi fjöllyfjameðferð er hægt að lýsa sem meiriháttar vaxandi ógn við lýðheilsu í heilbrigðiskerfum víða um heim. Þessu fylgir ákall um nýja hugsun ásamt sameiginlegri sýn á breytt verklag þvert yfir heilbrigðiskerfið.

Lesa meira

Quis custodiet medicum? Tryggvi Helgason

Hver verndar lækninn? Það er okkar lækna sjálfra að sinna kollegum okkar og samstarfsfólki þegar eitthvað bjátar á og styðja ef þyngslin leggjast yfir.

 

Lesa meira

Nýskapandi nálgun. Gunnar Thorarensen

Mörg frábær dæmi má finna hér á landi um spennandi og gagnlega aðkomu nýsköpunarfyrirtækja að bættri heilbrigðisþjónustu, ekki síst meðal þeirra sem sérhæfa sig í stafrænum lausnum. Þá er ekki ofsagt að Ísland sé í fararbroddi í heimi lífvísindanna, eins og nýleg dæmi um vísindalega nýsköpun í meðferð sára og augnsjúkdóma bera eftirtektarverðan vitnisburð um.

 

Lesa meira

Að valda ekki skaða eða tjóni. Notkun prótonpumpuhemla. Guðjón Kristjánsson

Óumdeilanlegt er að meðferðin er góð, áhrifamikil og hefur litlar aukaverkanir. Við þurfum þó núna að spyrja okkur hvort við höfum slakað of mikið á og beitum ekki lengur bestu vitund og þekkingu í notkun þessarar meðferðar.

Lesa meira

Getur gervigreind gagnast heilbrigðiskerfinu? Steindór Ellertsson

Þörf er á rannsóknum til að tryggja að gervigreindarlíkön virki vel og séu örugg til notkunar í klínískum aðstæðum. Skoða þarf betur vandamál sem fylgja stærri líkönum, en þau geta verið bjöguð, innihaldið villur og erfitt getur reynst að túlka innri virkni þeirra

Lesa meira

Langir biðlistar og þörf á þverfaglegum úrræðum. Sigrún Þorsteinsdóttir

 

Börn hafa ekki mörg bjargráð við vanlíðan og of stór hluti þeirra verður fyrir stríðni og einelti. Slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar og lakari heilsu á fullorðinsárum. Bjargráð barna eru gjarnan tölvuleikir og fyrir aðra veitir óhollur matur huggun.

 

Lesa meira

Rannsóknir – þekking – þjónusta. Ásgeir Haraldsson

 

Engum vafa er undirorpið að vísindi og rannsóknir leiða til aukinnar þekkingar. Þekking leiðir til framfara – sem í heilbrigðiskerfinu merkir betri árangur. Vanmat á nauðsyn öflugra rannsókna og þekkingarleitar er alvarlegt mál. Vanmat á þeirri hættu sem því fylgir að hundsa vísindi kann að reynast dýrkeypt.

 

Lesa meira

Hvað heldur mér gangandi í annasömu starfi? – Hlaup og söngur sem hluti af daglegu lífi. Valgerður Rúnarsdóttir

Ég reyni núorðið að vanda mig, hlusta á líkamann og ofgera honum ekki. Það eru forréttindi að hafa heilsu til að hlaupa, ég virði það og þakka, og nýt þess á meðan er

 

Lesa meira

Vísindi, nýsköpun og Nasdaq. Einar Stefánsson

 

Oculis er nú með þriðja stigs klínískar rannsóknir í gangi á augndropum til að meðhöndla sjónhimnubjúg í sykursýki

 

Lesa meira

Orlofssjóður lækna – öflugt starf. Jörundur Kristinsson

Fyrir sumarið 2023 eru 16 valkostir í boði, 12 þeirra í eigu OSL en leigukostir eru fjórir. Aðsókn er mikil allt árið og nýting góð, mest yfir páska og sumarmánuðina. Þá er punktakerfi er notað og þar fá þeir sem eiga flesta punkta ákveðinn forgang en hinar 39 vikur ársins hafa allir jafnan aðgang.

 

Lesa meira

Nauðung í geðlækningum. Sigurður Páll Pálsson

Þrátt fyrir umbætur er nauðung og valdbeiting enn notuð á öllum geðdeildum heims. Fyrri rannsóknir sýna að sjúklingar líta á nauðung sem refsingu og slíkt vinnur gegn valdeflingu þeirra og rífur niður meðferðarsambandið. Það þarf að vera á hreinu að það sem gert er skaði minna en það að ekki svipta einstaklinginn frelsi sínu.

 

Lesa meira

Matvæla- og fæðuöryggi á meðgöngu. Ingibjörg Gunnarsdóttir

Fiskur er ráðlagður sem hluti af næringarríku mataræði á meðgöngu, enda góð uppspretta margra mikilvægra næringarefna sem hafa hlutverki að gegna við fósturvöxt og taugaþroska.

 

Lesa meira

Klínískar rannsóknir og mikilvægi þess að hafa eigin gögn. Einar S. Björnsson

Góður jarðvegur er til þess að stunda klínískar rannsóknir á Íslandi. Vöruhús gagna á Landspítala er fullt af verðmætum upplýsingum og gott að stunda framskyggnar rannsóknir ef vilji er fyrir hendi.

 

Lesa meira

Vaxandi tré þarfar í litlum potti lækninga. Svanur Sigurbjörnsson

Það að fagfólk axli ábyrgð veltur á viljanum og hæfninni en sé ekki nægt rými til staðar er veikt fólk lagt seint inn á viðeigandi staði meðferðar og er jafnvel ýtt of fljótt út af þeim. Viðeigandi staðir eins og hágæsla eru jafnvel ekki til og of fáir viðeigandi staðir fyrir hægan bata (endurhæfingu, hjúkrun) teppa útflæðið.

Lesa meira

Þörf á frekari rannsóknum á útkomu þungana hjá konum af erlendum uppruna. Hulda Hjartardóttir

Miklir fólksflutningar hafa orðið víða um heim og er Ísland ekki undanskilið. Ekki er að sjá annað en þetta haldi áfram, bæði vegna stríðsástands og ójöfnuðar víða um heim en einnig þykir minna mál að flytja á milli landa þegar góð atvinnutækifæri og kjör bjóðast. Rannsóknir benda til þess að uppruni, menntun og tungumálafærni skipti máli þegar kemur að heilsufari og samskiptum við heilbrigðisstofnanir.

Lesa meira

Afleysingalæknir óskast. Lilja Sigrún Jónsdóttir

Hátt hlutfall sérfræðilækna flytur heim til Íslands eftir sérfræðinám. Tölfræði til margra áratuga sýnir að um fjórðungur starfar þó áfram á erlendri grund eftir sérhæfingu.

Lesa meira

Vísindavinna og sérfræðimenntun lækna – væntingar og vonir um betri tíð. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Þjóðin hefur lýst vilja sínum til þess að heilbrigðismál séu sett í fyrsta sæti og þau tengjast vísindavinnu órjúfanlegum böndum. Átak þarf að verða í fjármögnun ríkisstjórnarinnar til vísindavinnu innan heilbrigðiskerfisins.

Lesa meira

Augnslys af völdum flugelda. Gunnar Már Zoega

Hérlendis er nauðsynlegt að tryggja fjármögnun björgunarsveita og íþróttafélaga með öðrum hætti. Það ætti að vera skylda að jafnt skotmenn sem áhorfendur noti hlífðargleraugu, leyfilegan skottíma ætti að stytta og börnum ætti ekki að vera heimilt að kaupa flugelda.

 

Lesa meira

Gagnreynd vinnubrögð við meðferð offitu frekar en viðteknar venjur. Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir

Meðferð við offitu byggir á áhuga einstaklingsins og samtal um offitumeðferð skal hefja með því að fá leyfi skjólstæðingsins til að ræða þyngdina. Ef áhugi er ekki til staðar er ekki viðeigandi að halda áfram að ræða meðferðarmöguleika eða hvetja til lífsstílsbreytinga.

 

Lesa meira

Beint í hjartastað! Inga Jóna Ingimarsdóttir

Hvers vegna gefa Íslendingar fleiri hjörtu en þeir þiggja sjálfir? Gæti munurinn orsakast af ákveðinni tregðu við að senda sjúklinga til Svíþjóðar? Gerir fjarlægð frá ígræðslustarfseminni þetta langsóttari kost en ella?

 

Lesa meira

Gildi skimana, ávinningur og tap. Kristín Helga Birgisdóttir

Upplýsingar um gagnsemi hvers skimunarverkefnis, skaðsemi, kostnað og ávinning þurfa að stýra ákvörðunum, en varast skal að láta áhrifamátt hagsmunaafla og brjóstvitið ráða för.

 

Lesa meira

Heilsuvera – aðgangur opinn allan sólarhringinn! Oddur Steinarsson

Heilsuveruna verður að endurskoða og afmarka. Styðja þarf betur við þá lækna sem eru til staðar í dag og spyrja hvort takmörkuðum tíma okkar sé vel varið í þessi samskipti? Hvað með aldraða og aðra sem geta ekki notfært sér tæknina?

 

Lesa meira

Statín. Of mikið eða ekki nóg? Axel F. Sigurðsson

Jákvæð áhrif statína á horfur einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma endurspegla eitt af stærstu framfaraskrefum sem stigin hafa verið á sviði hjartalyflækninga síðustu áratugi. Áhrif á lýðheilsu eru ótvíræð og læknar hafa öðlast vopn sem nota má til að hefta framgang æðakölkunarsjúkdóma.

Lesa meira

Sókn og vörn. Eiríkur Jónsson

Það þarf að viðhalda þjálfun og starfsánægju skurðlækna og samstarfsfólks sem ótækt er að nýti ekki kunnáttu sína og getu til fulls. Í skurðlækningum verður að spila bæði sókn og vörn.

 

Lesa meira

Þunglyndi – algengt og alvarlegt böl – þörf fyrir nýjar lausnir! Páll Matthíasson

Sníða þarf meðferð að þörfum hvers og eins. Gjarnan eru samlegðaráhrif af mismunandi leiðum, enda oft engin ein leið leysir málin til fulls. Mikilvægt er að láta ekki fordóma trufla val á þeirri meðferð sem hentar best.

 

Lesa meira

Urtagarðurinn í Nesi. Lilja Sigrún Jónsdóttir

Áherslur í Urtagarðinum í dag hafa beinst að sögulegum heimildum og tímamótum í starfi frumkvöðla sem þar voru á ferð, en samstarf þvert á fræðisvið skapar tækifæri til umræðu um náttúruna, vísindalega vinnu og þróun þekkingar

Lesa meira

Aldarafmæli D-vítamíns. Björn Guðbjörnsson

Sjúkdómar eins og beinkröm, skyrbjúgur og taugakröm hafa verið þekktir um aldir. Orsök þeirra var þó óþekkt þar til í lok 19. aldar þegar menn fóru að tengja einhæft mataræði við þessa sjúkdóma en í raun vissu menn ekki af tilvist vítamína á þessum tíma

Lesa meira

Mwaramutse* frá Rúanda. Martin Ingi Sigurðsson

Rúanda og Ísland eru gerólík. Í Rúanda búa 14 milljónir manna og þrátt fyrir að ástandið í landinu batni ár frá ári lifa enn tæplega 50% íbúanna á minna en tveimur dollurum á dag. Aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er mjög takmarkað og í landinu öllu starfa til dæmis einungis 5 hjartalæknar.

Lesa meira

IPS – starfsendurhæfing sem skilar árangri. Nanna Briem

IPS byggir á þeirri grunnhugmynd að hægt sé að finna störf fyrir alla sem vilja vinna. Virk sjúkdómseinkenni, skortur á fyrri reynslu á vinnumarkaði eða vímuefnaneysla eru engin hindrun.

Lesa meira

Áföll og áfallahjálp – hvað er rétt að gera og hvað ekki? Berglind Guðmundsdóttir

Þjóðfélagsleg umræða um kynferðislegt ofbeldi tengt MeToo-byltingunni, aurskriður, jarðskjálfta, sjálfsvíg, þungbær veikindi á tímum Covid, og nú síðast alvarleg áföll milljóna manna tengd stríðsátökum í Úkraínu hafa gert háa tíðni áfalla og alvarlegar afleiðingar þeirra sýnilegri en nokkru sinni fyrr.

Lesa meira

Þurfum við að hafa áhyggjur af næringu kvenna á meðgöngu? Sigríður Björnsdóttir

Góð næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir eðlilegan vöxt og þroska barns í móðurkviði. Hún stuðlar að heilbrigði barnsins síðar á ævinni og er einnig mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan móður á meðgöngu. Sum vítamín og næringarefni eru sérstaklega mikilvæg á meðgöngu.

Lesa meira

Sef ég nóg? Dóra Lúðvíksdóttir

Rómverski meistarinn Quintilianus (35 e.kr.) vissi að góður nætursvefn gæti styrkt minnið og fengið okkur til að muna ýmislegt sem við töldum okkur hafa gleymt. Hann taldi einnig að orsök svefnleysis (insomnia) væri í raun ekki skortur á svefni heldur of miklar áhyggjur sem oft má til sanns vegar færa.

Lesa meira

Læknaeiðurinn á stríðstímum. Ástríður Stefánsdóttir

Í Úkraínu búa 43 milljónir; fólk af öllum kynjum, veikt, hraust, fatlað, aldrað fólk og börn. Talið að það séu að minnsta kosti þrjár milljónir Úkraínumanna á flótta, að mestum hluta konur og börn. Ljóst er að töluverður hópur flóttafólks kemur til Íslands.- Áríðandi er að taka vel á móti þeim hópi sem og öllum þeim sem hingað leita á flótta undan stríði. Nú reynir á að læknar þekki köllun sína, og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að græða sár þeirra sem sviptir hafa verið heimili og heilsu.

Lesa meira

Þróun verkja og verkjalyfja. Haraldur Már Guðnason

Engin ein uppskrift er fyrir alla og mikilvægt að upplýsa sjúklinga um horfur og meðferð sem gæti hjálpað þeim að snúa aftur til eðlilegs lífs, þrátt fyrir verkina, því hér er aukin hreyfing eða virkni betri mæling á meðferð en nokkur verkjaskali.

Lesa meira

Þögli faraldurinn – sýklalyfjaónæmi. Karl G. Kristinsson

Því miður hefur COVID-19 orðið til þess að öll áhersla heilbrigðiskerfa heimsins hefur farið í að bregðast við honum. Heimurinn hefur þannig misst mikilvæga samfellu í aðgerðum gegn sýklalyfjaónæmi. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif það mun hafa á útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.

Lesa meira

Háþrýstingur, þögli morðinginn. Betur má ef duga skal. Gunnar Þór Gunnarsson

Háþrýstingur er langoftast einkennalaus þar til líffæraskemmdir og fylgikvillar koma fram. Þess vegna viðurnefnið þögli morðinginn. Vandinn er því að finna, meðhöndla og fylgjast með einkennalausu ástandi hjá mörgum í langan tíma.

Lesa meira

Lísa í Undralandi og andstaða við bólusetningar. Haraldur Briem

Upphaf nútíma andstöðu við bólusetningar er þekkt. Reynt er að klæða andstöðuna í vísindalegan búning til að gera hana trúverðuga. Megininntak andstöðunnar byggir á að öll bóluefni séu óörugg og gagnslaus, ef ekki skaðleg. Frægt er dæmið um falskar getgátur um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu.

Lesa meira

Úr takti við tímann. Gunnar Thorarensen

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur innleitt sérstaka löggjöf um refsiábyrgð starfsfólks í heilbrigðisþjónustu vegna alvarlegra atvika. Þetta er með öllu úr takti við tímann.

Lesa meira

Vísindi og framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi – miklar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Þjóð sem nýtur vaxandi langlífis, þarf að bregðast við fjölþættari heilbrigðisvanda með hækkandi aldri og fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Læknaskortur er þegar farinn að segja til sín á Íslandi. Læknadeild Háskóla Íslands hefur ekki getað aukið fjölda læknanema eins og þyrfti og kraftmikið menntafólk leitar erlendis til læknanáms.

Lesa meira

Hvernig komumst við út úr COVID-19? Þórólfur Guðnason

Hjarðónæmi er náð þegar stór hluti samfélagsins er orðinn ónæmur fyrir smitsjúkdómi þannig að smit milli manna verður ólíklegt. Þannig verður allt samfélagið ónæmt fyrir sjúkdómnum en ekki einungis þeir sem eru ónæmir sem einstaklingar. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þjóðarinnar þarf að smitast til að hjarðónæmi náist en talið hefur verið að það sé um 60-80%.

Lesa meira

Insúlín í 100 ár. Arna Guðmundsdóttir

Virðulegum lesendum Læknablaðsins hefur eflaust brugðið í brún við að sjá forsíðu blaðsins að þessu sinni. Hana prýðir fáklædd ung kona á tískupalli. Kona þessi heitir Lila Moss og er 19 ára. Móðir hennar er Kate Moss, ein þekktasta fyrirsæta heims. Dóttirin hefur fetað í fótspor móður sinnar við fyrirsætustörfin. Þær mæðgur gengu saman eftir sýningarpöllunum á tískuvikunni í Mílanó í september síðastliðnum þar sem þær auglýstu fatnað frá Fendi og Versace. Lila notaði ekki aðeins tækifærið til að auglýsa fatnað. Hún sýndi líka umheiminum að hún er með tegund 1 sykursýki. Það má sjá á insúlíndælunni sem fest er á utanvert vinstra læri hennar.

Lesa meira

Hvernig skynjum við sársauka? - Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 2021. Elías Ólafsson

Sagt hefur verið að best sé að geta lýst niðurstöðum vísindarannsóknar sem sögu, – með bæði upphafi og enda. Þetta hefur tveimur vísindamönnum við Kaliforníuháskóla tekist, og uppskáru þeir Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði nú á dögunum.

Lesa meira

6. október 2021: Sögulegur dagur í baráttunni gegn malaríu. Már Kristjánsson

Árlega greinast >200 milljónir manna með malaríu og >400.000 látast af völdum hennar. Þorri þeirra sem deyja (94-95%) eru innan Afríkusvæðis Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Afríku sunnan Sahara.

Lesa meira

Litið um öxl í baráttunni við COVID-19. Sólrún Björk Rúnarsdóttir

„Margt hefur áunnist í faraldrinum. Má þar nefna aukna samvinnu við einkareknar stofnanir, rannsóknaraðstaða hefur batnað og ekki minnst hefur fjarfundatækni eflst til muna sem gerir fjarfundasamskipti á milli deilda og við skjólstæðinga okkar möguleg á öruggan hátt.“

Lesa meira

Ávísanir á ópíóíða aukast enn á höfuðborgarsvæðinu. Andrés Magnússon

„Árin 2011-2013 voru 7-10 andlát á ári á Íslandi vegna ofskammta ópíóíða en 2018 til 2020 voru þau orðin að meðaltali 17,3 á ári. Þessar tölur renna enn frekari stoðum undir niðurstöður Sigríðar og félaga um að ópíóíðafaraldurinn sé alls ekki í rénun á Íslandi.“

Lesa meira

Krabbameinsskimanir á krossgötum. Agnes Smáradóttir

Illa er farið með almannafé þegar ákveðið er hvað eftir annað að setja fé í að undirbúa skimun ristilkrabbameina og ákveða síðan að byrja ekki.

Lesa meira

Bráð vandamál Landspítala. Martin Ingi Sigurðsson, Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Runólfur Pálsson

Undirritaðir telja brýnt að tafarlaust verði ráðist í að efla Landspítala svo hann geti rækt hlutverk sitt sem bráðasjúkrahús með sóma.

Lesa meira

Hernaðurinn gegn einkarekstrinum hafinn. Sigurbjörn Sveinsson

Valdinu er beitt í þágu stjórnlyndis og pólitískra langtímasjónarmiða. Svo er grautnum í þessari skál blandað saman við ranga meðferð tungumálsins, þannig að boðskapurinn verður í raun að falsfréttum, röngum eða öngvum sannleika.

Lesa meira

Er það töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala? Þorbjörn Jónsson

Æðstu stjórnendur heilbrigðiskerfisins eiga að hafa þau meðöl í höndum sér sem duga til úrbóta, meðal annars að fjármagna úrbætur og ráðgast við þá sem best þekkja til. Það þarf að gerast fljótt. Ætlar heilbrigðisráðherra nú að standa með Landspítala og greiða úr áralöngum og viðvarandi vanda hans?

Lesa meira

Fagfólk til forystu. Steinunn Þórðardóttir

Mikilvægt er að horfa á kerfið í heild, innan og utan spítalans, og tryggja að sjúklingar fái rétta þjónustu á réttum tíma og á réttu þjónustustigi og að auðvelt sé að vísa sjúklingum rétta leið í kerfinu. Enginn er betur til þess fallinn að leiða þá vinnu en fagfólkið sjálft

Lesa meira

Þverfagleg verkjameðferð á Landspítala gegnum árin. Guðmundur Björnsson

Þrátt fyrir eldmóð starfsmanna fékkst ekki hljómgrunnur fyrir því að láta í té aðstöðu fyrir verkjateymið sem nauðsynleg var til þess að starfsemin dafnaði

Lesa meira

Eldgos og eitraðar lofttegundir. Gunnar Guðmundsson

Nýr ógnvaldur við heilsu fólks suðvestanlands eru eitraðar lofttegundir sem berast frá eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Þær geta valdið aukningu á öndunarfæraeinkennum og notkun innöndunarlyfja.

Lesa meira

Tegund 2 sykursýki: vaxandi vandamál og nýjungar í lyfjameðferð. Ragnar Danielsen

Verulegt lýðheilsulegt vandamál blasir við íslensku heilbrigðiskerfi. Æskilegast væri að beita forvörnum, greina áhættuhópa og stemma stigu við vaxandi ofþyngd þjóðarinnar.

Lesa meira

Kvíði á óvissutímum. - „Þó maðurinn lifi ekki nema í hundrað ár, hefur hann áhyggjur fyrir þúsund“. Þórgunnur Ársælsdóttir

Margt af hugrakkasta fólkinu sem ég hef kynnst er einmitt fólk sem glímir við mikinn kvíða og hefur tekist á við erfiðleikana með hugrekki, áræðni og seiglu

Lesa meira

Að bæta göngugetu. Páll E. Ingvarsson

Allar deildir sjúkrahússins munu hafa gagn af því að meðferðarteymin við Grensás geti tekið að sér sjúklinga frá öðrum deildum án óhóflegs biðtíma

Lesa meira

Bylting í þróun bóluefna. Ingileif Jónsdóttir

Reynslan af þróun bóluefna gegn COVID-19, prófunum, mati og framleiðslu, verður ómetanleg við þróun nýrra og betri bóluefna.

Lesa meira

Bylting í þróun bóluefna

Ofþyngd þjóðar - hvað getum við gert? Rafn Benediktsson

Fæstir geta snúið við einir og óstuddir og almennar ráðleggingar um „heilbrigðan lífsstíl“ leysa sjaldnast málið. Það þarf eitthvað miklu meira. Í aðgerðaáætluninni frá 2013 var talað um þekkingarteymi sem hægt væri að leita til með alvarlegustu tilfellin. Það hefur ekki enn verið stofnað.

Lesa meira

Hvers vegna á ekki að skima konur á aldrinum 40-49 ára fyrir brjóstakrabbameini? Ástríður Stefánsdóttir

Hvers virði er eitt mannslíf? Hversu mikill er skaðinn sem sjúkdómsgreining að óþörfu veldur? Hversu mikill er skaðinn sem sjúkdómsgreining að óþörfu veldur? Hvað er rétt að kosta miklu til ef vafi leikur á ágóða af lýðheilsuaðgerð?

Lesa meira

Kínalífselixír og nútímaheilsa. Arnór Víkingsson

Fyrsta verkefni læknisins er að útiloka að einkennin stafi frá vefrænum kvilla. Íslenskir læknar standa sig yfirleitt vel í því ferli en misstíga sig oft í næsta skrefi, upplýsingagjöfinni. Það skiptir í mörgum tilvikum miklu að skjólstæðingurinn fái staðfestingu á að búið sé að útiloka undirliggjandi vefrænan sjúkdóm og jafnframt er mikilvægt að hann fái rökræna og rétta skýringu á eðli starfræna vandans, að vandamálið sé ekki ímyndun.

Lesa meira

Langlífi og heilbrigðisþjónusta. Ólafur Samúelsson

Okkur hættir til að skilgreina ákveðinn aldurshóp sem fyrst og fremst þjónustuþega en eldra fólk hefur eins og aðrir borgarar ólíka getu og þarfir og getur lagt til samfélagsins á margan hátt.

Lesa meira

Vísindi og heilbrigðiskerfið – mikilvægi Læknablaðsins. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Það er með miklu stolti sem ég tek við starfi ritstjóra Læknablaðsins, fyrst kvenna, sem einnig er merkilegt þegar svo langt er komið inn í 21. öldina og íslenskir kvenlæknar hafa fyrir svo löngu stigið merk skref í lækningum og vísindum.

Lesa meira

Leifturþróun heimsfaraldursbóluefna 2020. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir

Ísland hefur í samfloti með öðrum Evrópuríkjum tryggt þjóðinni aðgang að að minnsta kosti tveimur gerðum bóluefnis en skipulag og tímasetning bólusetninga eru enn óráðin.

Lesa meira

Læknablaðið í nútíð og framtíð: öflugt fræðirit fagfélags. Magnús Gottfreðsson

Mikilvægi Læknablaðsins er ótvírætt, ekkert annað fagfélag á landinu getur státað af jafnmetnaðarfullum og öflugum miðli. Það eflir upplýsta umræðu, fagmennsku og stolt innan stéttarinnar

Lesa meira

Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun lifrarbólguveiru C. Sigurður Ólafsson

Uppgötvanir þessara vísindamanna og rannsóknarteyma þeirra hafa haft gríðarlega þýðingu. Í kjölfarið var unnt að þróa mótefnapróf til greiningar á veirunni. Nú var unnt að skima blóð í blóðbönkum og lifrarbólga eftir blóðgjöf heyrir sögunni til í flestum heimshlutum.

Lesa meira

Leiðir minnkað interferon ónæmissvar til alvarlegri veikinda vegna COVID-19? Daníel Guðbjartsson

Stór alþjóðleg samgreining erfðafræðilegra tengslagreininga hefur fundið tengsl við algenga erfðabreytileika hjá IFNAR1-IFNAR2 og TYK2 erfðavísunum sem styðja þá kenningu að minnkað interferon ónæmissvar auki alvarleika COVID-19 veikinda.

Lesa meira

Nýjungar og áskoranir í læknanámi á tímum rafrænna stökkbreytinga. Engilbert Sigurðsson

Nú eru 60 manns tekin inn í læknadeild árlega, og gamla afríska máltækið máltækið að það þurfti heilt þorp til að ala upp barn er í fullu gildi.

Lesa meira

COVID-19 – hvað höfum við lært og hvert stefnum við? Þórólfur Guðnason

Reynslan sem fengist hefur á undanförnum mánuðum gefur okkur einstakt tækifæri til að skipuleggja varnir gegn veirunni. Ekki er fyrirsjáanlegt að veiran hverfi úr alþjóðasamfélaginu í bráð og það mun taka tíma að framleiða öruggt bóluefni.    

Lesa meira

Það sem ég tala um þegar ég tala um COVID-19. Thor Aspelund

Það gekk vel að spá um framgang faraldursins á Íslandi af því að gagnaflæði var gott og mælingar sem Íslensk erfðagreining gerði sýndu að ekki var mikið um samfélagssmit umfram það sem var greint hjá fólki með einkenni á Landspítala. Faraldurinn fylgdi kúrfu.

Lesa meira

Hefur Nýja-Sjáland fundið réttu leiðina gegn COVID-19? David R. Murdoch

Reynslan hefur sýnt mikilvægi þess að taka ákvarðanir byggðar á vísindalegri þekkingu, hafa trausta forystu og vera skýr í miðlun upplýsinga. Tíminn mun leiða í ljós hvort lokuninn var besta leiðin fyrir landið.

Lesa meira

Heilsugæsla á breyttum tímum. Óskar Reykdalsson

Rafræn þjónusta hefur aukist á undanförnum árum og netspjall sannað gildi sitt á COVID-tímum og við mislingaátakið fyrir ári. Símanúmerið 1700 er líka öflugur leiðarvísir í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira

Samsek í þögn. Hulda Einarsdóttir

Þeldökkir Ameríkanar hafa verri aðgang að hollum mat, hreinu lofti og útivistarsvæðum. Póstnúmer manns er mikilvægara en erfðaefni, heilsufarssaga og tryggingar. Svartir búa nánast allir ennþá í rauðu hverfunum sem þeir voru skipaðir í á 20. öldinni.

Lesa meira

Um efnahag og farsóttir. Gylfi Zoëga

Nú er lag að fjárfesta í bættum þjóðvegum og endurbótum á ferðamannastöðum, svo ekki sé talað um þá heilbrigðisþjónustu sem mest hefur mætt á í farsóttinni.

Lesa meira

COVID-19: Snerpa, samvinna og samstaða. Alma D. Möller

Samfélagið er lítið með stuttum boðleiðum en líka svo stórt að hægt er að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu. Dreifbýli og þrautseigja þjóðar sem býr við óblíða náttúru skiptir líka máli.

Lesa meira

Börnin okkar. Steingerður Sigurbjörnsdóttir

Sé vel hlúð að börnum á unga aldri geta þau sýnt ótrúlega seiglu við krefjandi aðstæður. En sé uppeldishlutverkinu ekki vel sinnt, til dæmis vegna veikinda, óreglu, áfalla, ofbeldis, fjárhagsvanda eða slakra félagslegra aðstæðna, er staða barna önnur.  

Lesa meira

Landspítali á farsóttartímum. Már Kristjánsson

COVID-19 faraldurinn er ekki búinn! Landspítali þarf að vera tilbúinn til að bregðast ef faraldur eða stök tilfelli koma upp. Margt er á huldu um framvindu faraldursins og fjölmörgum spurningum ósvarað hvað hana varðar.  

Lesa meira

Í auga stormsins. Margrét Ólafía Tómasdóttir

Hið fornkveðna: Heilbrigðiskerfið er eins og olíuskip, það tekur langan tíma að beygja út af fyrri stefnu. Ég held það hljóti hér með að vera afsannað.

Lesa meira

Tímabundið átak eða framtíðarlausn? Anna Margrét Halldórsdóttir

Það má lyfta grettistaki í heilbrigðismálum þegar ógn steðjar og því hljótum við að hætta að sætta okkur við fréttaflutning af „fráflæðivanda“ Landspítala. Sá vandi er mannanna verk og verkefni stjórnvalda að leysa þau.

Lesa meira

Athyglisbrestur og ofvirkni – of eða van? Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Lengi var talið að einungis börn greindust með ADHD og að einkennin bráðu af viðkomandi með auknum þroska. Sú fullyrðing hefur verið hrakin og er talið að helmingur barna með ADHD haldi áfram að sýna einhver einkenni fram á fullorðinsár. Flestallir upplifa ýmis einkenni ADHD einhvern tímann á lífsleiðinni. Einkennin þurfa að vera stöðug og hafa hamlandi áhrif á færni í félagslegri virkni, námi eða vinnu frá unga aldri. 

Lesa meira

COVID-19. Eina vissan er óvissan. Haraldur Briem

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni ber öllum þjóðum heims skylda til að fylgja tilmælum WHO og búa sig undir að takast á við vandann. Í 2. gr. er kveðið á um markmið og gildissvið. Þau eru að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma milli landa, veita vernd gegn slíkri útbreiðslu, halda henni í skefjum og gera viðbragðsáætlanir sem miðast og takmarkast við hættur fyrir lýðheilsuna en koma jafnframt í veg fyrir ónauðsynlega röskun á umferð og viðskiptum milli landa.

Lesa meira

Lípóprótein(a) og áhrif þess á hjartasjúkdóma. Hilma Hólm

Lípóprótein(a) hefur áhrif á kransæðasjúkdóm og skylda æðasjúkdóma, ósæðarlokuþrengsl, hjartabilun og ævilengd. Um fimmtungur Íslendinga er með hækkað Lp(a) gildi í blóði.

Lesa meira

Lungun og loftgæðin. Dóra Lúðvíksdóttir

Nýlega kynnti heilbrigðisráðherra að auknu fjármagni verið varið til ferðasúrefnisbúnaðar. Samtök lungnasjúklinga eiga hrós skilið fyrir baráttu sína og þrautseigju í þessu máli.

Lesa meira

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Davíð O. Arnar

Læknisfræði nútímans er háð tækjum og tólum. Við græðum  fjölbreytileg tæki í sjúklinga til að bæta líðan þeirra. Gangráðar og bjargráðar eru dæmi um slíkt. Lyfjastofnun er eftirlitsaðili með ígræddum lækningatækjum og er háð því að framleiðendur og notendur tilkynni um atvik sem kunna að koma upp.

Lesa meira

Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár. Reynir Arngrímsson

Árið 2020 verður annasamt ár því auk stefnumótunar um hlutverk og verkefni Læknafélags Íslands bíða óleystir kjarasamningar. Kjarasamningar LÍ og ríkisins hafa verið lausir lungann úr þessu ári án þess að nokkuð hafi þokast í samkomulagsátt. 

Lesa meira

Heilsa þjóðar í efnahagsmælingum

Mælikvarðar á borð við landsframleiðslu eru algengir til að meta almenna velferð í samfélögum. Þó ber að líta á slíka mælikvarða sem grófa leiðbeiningu sem metur verðmæti þess sem í samfélaginu er framleitt og neytt.

Lesa meira

Áfalla- og streituraskanir – ein megináskorun lýðheilsuvísinda 21. aldar

Fólk með áfallatengdar raskanir er í um 30% aukinni áhættu á fjölmörgum sjálfsofnæmissjúkdómum, 30-60% aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og um 50% aukinni áhættu á ýmsum lífshættulegum sýkingum á borð við heilahimnubólgu, hjartaþelsbólgu og blóðsýkingum.

Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica