12. tbl. 107. árg. 2021

Ritstjórnargreinar

Insúlín í 100 ár. Arna Guðmundsdóttir


Arna Guðmundsdóttir

Virðulegum lesendum Læknablaðsins hefur eflaust brugðið í brún við að sjá forsíðu blaðsins að þessu sinni. Hana prýðir fáklædd ung kona á tískupalli. Kona þessi heitir Lila Moss og er 19 ára. Móðir hennar er Kate Moss, ein þekktasta fyrirsæta heims. Dóttirin hefur fetað í fótspor móður sinnar við fyrirsætustörfin. Þær mæðgur gengu saman eftir sýningarpöllunum á tískuvikunni í Mílanó í september síðastliðnum þar sem þær auglýstu fatnað frá Fendi og Versace. Lila notaði ekki aðeins tækifærið til að auglýsa fatnað. Hún sýndi líka umheiminum að hún er með tegund 1 sykursýki. Það má sjá á insúlíndælunni sem fest er á utanvert vinstra læri hennar.

Hvernig komumst við út úr COVID-19? Þórólfur Guðnason


Þórólfur Guðnason

Hjarðónæmi er náð þegar stór hluti samfélagsins er orðinn ónæmur fyrir smitsjúkdómi þannig að smit milli manna verður ólíklegt. Þannig verður allt samfélagið ónæmt fyrir sjúkdómnum en ekki einungis þeir sem eru ónæmir sem einstaklingar. Ekki er ljóst hversu stórt hlutfall þjóðarinnar þarf að smitast til að hjarðónæmi náist en talið hefur verið að það sé um 60-80%.

Fræðigreinar

Umræða og fréttir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica