12. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Jón Snædal og Katrín Fjeldsted heiðruð á aðalfundi LÍ

Læknarnir Jón Snædal og Katrín Fjeldsted voru heiðruð fyrir þátttöku sína í erlendu samstarfi fyrir hönd Læknafélags Íslands á aðalfundinum sem var haldinn á Hótel Natura dagana 29. og 30. október. Katrín hefur frá síðustu aldamótum verið fulltrúi LÍ hjá Evrópusamtökum lækna (CPME). Hún var fyrsta konan til að gegna embætti forseta samtakanna. Jón hefur frá svipuðum tíma verið fulltrúi Íslands í störfum Alþjóðasamtaka lækna, WMA. Hann var um skeið forseti þeirra. Bæði eru heiðursfélagar í LÍ, Jón frá 2008 og Katrín frá 2018.

Á myndinni eru þau Jón og Katrín með Reyni Arngrímssyni, þáverandi formanni Læknafélagsins. Mynd/Dögg PálsdóttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica