Palli var einn í heiminum

Hugmyndin og fyrirmyndin er sótt úr samnefndri barnabók (1942) eftir Jens Sigsgaard, myndskreytt af Arne Ungermann. Þrándur Þórarinsson málaði myndina.

Nóvemberblaðið

11. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Daníel Guðbjartsson

Leiðir minnkað interferon ónæmissvar til alvarlegri veikinda vegna COVID-19?

Stór alþjóðleg samgreining erfðafræðilegra tengslagreininga hefur fundið tengsl við algenga erfðabreytileika hjá IFNAR1-IFNAR2 og TYK2 erfðavísunum sem styðja þá kenningu að minnkað interferon ónæmissvar auki alvarleika COVID-19 veikinda.

Sigurður Ólafsson

Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir uppgötvun lifrarbólguveiru C

Uppgötvanir þessara vísindamanna og rannsóknarteyma þeirra hafa haft gríðarlega þýðingu. Í kjölfarið var unnt að þróa mótefnapróf til greiningar á veirunni. Nú var unnt að skima blóð í blóðbönkum og lifrarbólga eftir blóðgjöf heyrir sögunni til í flestum heimshlutum.

Fræðigreinar

Margrét Einarsdóttir, Ásta Snorradóttir

Geðræn líðan íslenskra ungmenna: Tengsl við vinnu með skóla?

Rannsókn byggð á norrænum spurningalista um sjálfsmat geðrænnar líðanar. Rannsóknin var lögð fyrir 2800 ungmenni á aldrinum 13-19 ára, slembivalin úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 49%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau fundu fyrir geðrænum einkennum síðasta árið og þeim skipt í þrjá hópa: sem ekki vinna með skóla, eru hóflegri vinnu með skóla og í mikilli vinnu. Ónógur svefn, depurð og þynglyndi geta haft margvísleg áhrif á daglegt líf unglingsins, dregið úr hugrænni getu og námsárangri, valdið brottfalli úr skóla, aukið slysahættu og jafnvel leitt til sjálfsvígs.

Marta Ólafsdóttir, Arthur Löve, Jón Gunnlaugur Jónasson, Einar Stefán Björnsson, Marta Ólafsdóttir

Lifrarbólguveira E: Umræða um tvö íslensk tilfelli

Lifrarbólga E er veirusjúkdómur sem berst yfirleitt með menguðu vatni og gengur oftast yfir án sértækra inngripa. Hann er algengur á Indlandi og hefur valdið faröldrum til að mynda í Asíu, Afríku og Mexíkó en er sjaldséður á Íslandi. Algengast er að sýkingin berist í saur frá sýktum einstaklingi og dreifist með menguðu vatni á svipaðan hátt og lifrarbólga A. Einnig getur veiran smitast frá dýrum, og einstaka tilfellum af smitum með blóðgjöf og frá móður til fósturs hefur verið lýst. Lifrarbólguveira E var fyrst uppgötvuð árið 1983 þegar hafin var leit að orsakavaldi lifrarbólgufaraldurs hjá sovéskum hermönnum í Afganistan.

Sólveig Dóra Magnúsdóttir, Erla Gerður Sveinsdóttir

Má bæta árangur af meðferð hjarta- og æðasjúkdóma með aukinni áherslu á svefngæði?

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengir á Íslandi líkt og annarstaðar í þróuðum samfélögum og eru í dag enn helsta orsök dauðsfalla. Áhrif mataræðis og hreyfingar á hjarta- og æðasjúkdóma eru vel þekkt og um árabil hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mikilvægi þess að tileinka sér góðar venjur hvað varðar mataræði og hreyfingu sem þátt í forvörnum sem er vel. Hins vegar hefur lítil áhersla verið lögð á mikilvægi reglulegs, endurnærandi svefns til að viðhalda heilbrigði hjarta- og æðakerfisins. Afleiðingar af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa átt sér stað á síðustu áratugum eru meðal annars að þeim einstaklingum hefur fjölgað sem nú sofa skemur til að bregðast við auknum kröfum um lengri vinnutíma, vaktavinnu og auknu framboði á þjónustu og samskiptatækni sem gerir það kleift að vera í hnattrænum tengslum allan sólarhringinn.


11. tbl. 106. árg. 2020

Umræða og fréttir

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Minnihluti COVID-19 smitaðra fær hita

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Læknafélagið setur sér jafnréttisstefnu

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Metþátttaka á Heimilislæknaþingi

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Læknadagar 2021 rafrænir

Guðrún Stefánsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Elín I. Jacobsen

Frá Lyfjastofnun og Landspítala. Aukaverkanatilkynningar og ný lyfjalög

Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helgi Birgisson, Ágúst Ingi Ágústsson

Bréf til blaðsins. Tilvist frumurannsókna leghálsskimunar á Íslandi ógnað?

Sigurður Böðvarsson

Dagur í lífi krabbameinslæknis

Stefán Sigurkarlsson

Liprir pennar. Plágan og Barrington
Þetta vefsvæði byggir á Eplica