Mynd mánaðarins

KÓRÓNAVEIRAN (COVID-19)

Einkenni COVID-19 líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.

„Áhættumat sóttvarnalæknis fyrir Ísland er samhljóða áhættumati Sóttvarnastofnunar Evrópu.


03. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

COVID-19. Eina vissan er óvissan

Haraldur Briem

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni ber öllum þjóðum heims skylda til að fylgja tilmælum WHO og búa sig undir að takast á við vandann. Í 2. gr. er kveðið á um markmið og gildissvið. Þau eru að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma milli landa, veita vernd gegn slíkri útbreiðslu, halda henni í skefjum og gera viðbragðsáætlanir sem miðast og takmarkast við hættur fyrir lýðheilsuna en koma jafnframt í veg fyrir ónauðsynlega röskun á umferð og viðskiptum milli landa.

Athyglisbrestur og ofvirkni – of eða van?

Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Lengi var talið að einungis börn greindust með ADHD og að einkennin bráðu af viðkomandi með auknum þroska. Sú fullyrðing hefur verið hrakin og er talið að helmingur barna með ADHD haldi áfram að sýna einhver einkenni fram á fullorðinsár. Flestallir upplifa ýmis einkenni ADHD einhvern tímann á lífsleiðinni. Einkennin þurfa að vera stöðug og hafa hamlandi áhrif á færni í félagslegri virkni, námi eða vinnu frá unga aldri. 

Fræðigreinar

Algengi og áhættuþættir lengdrar dvalar á gjörgæsludeild eftir kransæðahjáveituaðgerð


Erla Liu Ting Gunnarsdóttir, Sunna Lu Xi Gunnarsdóttir, Alexandra Aldís Heimisdóttir, Sunna Rún Heiðarsdóttir, Sólveig Helgadóttir, Tómas Guðbjartsson, Martin Ingi Sigurðsson

Á Íslandi eru gerðar 100-150 kransæðahjáveituaðgerðir á ári. Fyrstu nóttina eftir aðgerð hafa allir sjúklingar hingað til dvalist á gjörgæsludeild til eftirlits. Sumir sjúklingar þurfa þó lengri dvöl vegna umfangsmeiri gjörgæslumeðferðar eftir aðgerðina eða fylgikvilla.

Árangur ADHD-lyfjameðferðar fullorðinna í ADHD-teymi Landspítala 2015-2017


Sólveig Bjarnadóttir, Halldóra Ólafsdóttir, Árni Johnsen, Magnús Haraldsson, Engilbert Sigurðsson, Sigurlín Hrund Kjartansdóttir

Það er staðreynd að lyfjanotkun við ADHD á Íslandi er mun meiri en á Norðurlöndunum og hefur verið að aukast. Ekki er vitað hvað veldur en mikilvægt er að fylgjast grannt með þessari þróun og leitast við að skýra hana með frekari rannsóknum.

 

Umræða og fréttirÞetta vefsvæði byggir á Eplica