Mynd mánaðarins

ÞUNGUN ER GUÐDÓMLEG

Nútíminn hefur leitt birtu og ljós og rannsóknarmöguleika inn í móðurkviðinn, fósturgreining er komin á annað tilverustig en áður var. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að allt áhrærandi meðgöngu og fæðingu er guðdómlegur hluti sköpunarverksins og ofar allri tækni hvaða nafni sem hún nefnist.


01. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár

Reynir Arngrímsson

Árið 2020 verður annasamt ár því auk stefnumótunar um hlutverk og verkefni Læknafélags Íslands bíða óleystir kjarasamningar. Kjarasamningar LÍ og ríkisins hafa verið lausir lungann úr þessu ári án þess að nokkuð hafi þokast í samkomulagsátt. 

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Davíð O. Arnar

Læknisfræði nútímans er háð tækjum og tólum. Við græðum  fjölbreytileg tæki í sjúklinga til að bæta líðan þeirra. Gangráðar og bjargráðar eru dæmi um slíkt. Lyfjastofnun er eftirlitsaðili með ígræddum lækningatækjum og er háð því að framleiðendur og notendur tilkynni um atvik sem kunna að koma upp.

Fræðigreinar

Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi. Ein króna í endurhæfingu - átta til baka


Magnús Ólason, Héðinn Jónsson, Rúnar H. Andrason, Inga H. Jónsdóttir, Hlín Kristbergsdóttir

Algengi þrálátra verkja á heimsvísu er talið vera milli 30-50%. Á Íslandi hefur algengi þrálátra verkja verið álitið allt að 47,5%. Tíðni þunglyndis meðal sjúklinga með þráláta verki er há, eða frá 20-54%.

Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar, undirsérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækninga - yfirlit


Hildur Harðardóttir

Stærsta ósk verðandi foreldra er að barn þeirra verði heilbrigt og eru þeir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigði ófædda barnsins. Það er þó staðreynd að um það bil 2-3% nýfæddra barna eru með meðfædda missmíð.Þetta vefsvæði byggir á Eplica