Mynd mánaðarins

Mislingaveiran

Kápumyndin í apríl er þrívíddarmynd af mislingaveirunni sem er gjörð af meistarahöndum    auðsjáanlega.

Mislingar byrja með hita, horrennsli, hósta, rauðum augum og sárum hálsi. Í kjölfarið fylgja útbrot um allan skrokkinn.


04. tbl. 105. árg. 2019

Ritstjórnargreinar

Stafrænar hjartalækningar, gervigreind og gildi hluttekningar

Davíð O. Arnar

Nú er hægt að taka hjartalínurit með snjallsíma eða úri. Tíminn sem vinnst gæti nýst til að færa lækna aftur að rúmstokki sjúklings. Bein samskipti læknis og sjúklings eru nefnilega einn af hornsteinum læknisþrjónustu.

Mislingar á Íslandi árið 2019, viðbrögð og lærdómur

Sigríður Dóra Magnúsdóttir

Undanfarnar vikur hafa sýnt okkur mikilvægi góðrar skráningar. Vistun gagna var ekki samræmd. Margar stöðvar eru með eigin skjalageymslur, aðrar með gögn hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og nokkrir árgangar af ungbarnaskýrslum eru á Borgarskjalasafni.

Fræðigreinar

Lyfjameðferð gláku og hugsanlegar milliverkanir við meðferð annarra sjúkdóma


Valgerður Dóra Traustadóttir, Elín Björk Tryggvadóttir, Ólöf Birna Ólafsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson, María Soffía Gottfreðsdóttir

Gláka er alvarlegur augnsjúkdómur og var algengasti blinduvaldur á Íslandi fram á miðja síðustu öld. Þar sem tíðni gláku hækkar með aldri eru sjúklingar með gláku oft einnig með aðra sjúkdóma og á margs konar lyfjum.

Ísetning á kera við gallblöðrubólgu á Landspítala 2010-2016


Katrín Hjaltadóttir, Kristín Huld Haraldsdóttir, Pétur Hannesson, Páll Möller

Mikill fjöldi sjúklinga leggst inn á Landspítala árlega með gallblöðrubólgu og lagðist sjúklingur inn annan hvern dag á því tímabili sem hér var skoðað. Þriðjungur þeirra sjúklinga sem fékk gallvegatengdar sjúkdómsgreiningar var með gallblöðrubólgu, sem er í samræmi við aðrar rannsóknir og var meðalaldur þeirra einnig sambærilegur fyrri rannsóknum.Þetta vefsvæði byggir á Eplica