12. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Mínerva, símenntunarskráningarkerfið, í almenna notkun fyrir sumarið

„Við erum að leggja lokahönd á að tengja Mínervu við félagatal LÍ. Í kjölfarið prufukeyrir hópur lækna kerfið. Það verður væntanlega öðru hvoru megin við jólin,“ segir Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri hjá Læknafélaginu en símenntunarhópur LÍ leggur línurnar um Mínervu. „Fyrir sumarið stefnum við á að kerfið verði komið í almenna notkun.“ Mínerva mun halda rafrænt utan um upplýsingar um símenntun lækna.

Hrönn leggur áherslu á að Mínerva verði aðeins fyrir þá lækna sem vilji nota hana. „Við vonumst þó til að sem flestir kjósi það, því mikilvægi þess að halda utan um þekkingu sína vegur stöðugt þyngra.“ Hún bendir læknum á að þeir eigi samkvæmt kjarasamningum rík réttindi til símenntunar.

„Haldi læknar utan um símenntun sína verður auðveldara að berjast fyrir því að þeim sé skapað rými í vinnu til að stunda hana.“

Hrönn Pétursdóttir er verkefnastjóri hjá Læknafélaginu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica