Lögfræðipistlar

Löfræði 56. pistill. Lífeyrissjóðsmál lækna. Dögg Pálsdóttir

Hvernig læknar og aðrir standa að lífeyrissjóðsgreiðslum sínum skiptir miklu gagnvart undirbúningi fyrir eftirlaunaárin og tekjustöðu eftir starfslok. Það þarf að huga alla starfsævina að lífeyrissjóðsmálum og þegar á starfsævina líður að huga að undirbúningi starfsloka.

Lesa meira

Lögfræði 55. pistill. Verktaka lækna. Dögg Pálsdóttir

Læknafélag Íslands (LÍ) kallaði í upphafi þessa árs eftir upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum um þóknanir sem þær greiða verktakalæknum. Í ljós kom að flestar ef ekki allar eru með fastar og nokkuð áþekkar þóknanir fyrir þessi störf. Þóknanirnar eru mismunandi eftir því hvort unnin er dagvinna eða hvort læknirinn er á sólarhringsvakt, það er, vinni dagvinnu frá kl. 8-16 og sé á bakvakt frá klukkan 16-8 næsta morgun.

Lesa meira

Lögfræði 54. pistill. Betri vinnutími lækna og innleiðing hans. Dögg Pálsdóttir

Í aðdraganda innleiðingar á betri vinnutíma verða læknar sem starfa í skertu starfshlutfalli hvattir til að auka við sig starfshlutfall sem nemur styttingu vinnuskyldunnar. Þá er það von samningsaðila að þessar breytingar muni laða lækna heim aftur og er verið að stofna vinnuhóp á vegum heilbrigðisráðuneytisins með fulltrúum þess og LÍ, til að vinna að því verkefni.

Lesa meira

Lögfræði 52. pistill. Má taka gjald fyrir afhendingu sjúkraskráa? Dögg Pálsdóttir

Fyrr á þessu ári voru 15 ár frá gildistöku laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Af því tilefni verður enn á þessum vettvangi fjallað um sjúkraskrár.1 Að þessu sinni er horft á afleiðingar úrskurða heilbrigðisráðuneytisins í málum nr. 22/2023 og 23/2023.2

Lesa meira



Þetta vefsvæði byggir á Eplica