04. tbl. 108. árg. 2022

Ritstjórnargreinar

Læknaeiðurinn á stríðstímum. Ástríður Stefánsdóttir


Ástríður Stefánsdóttir

Í Úkraínu búa 43 milljónir; fólk af öllum kynjum, veikt, hraust, fatlað, aldrað fólk og börn. Talið að það séu að minnsta kosti þrjár milljónir Úkraínumanna á flótta, að mestum hluta konur og börn. Ljóst er að töluverður hópur flóttafólks kemur til Íslands.- Áríðandi er að taka vel á móti þeim hópi sem og öllum þeim sem hingað leita á flótta undan stríði. Nú reynir á að læknar þekki köllun sína, og leggi sín lóð á vogarskálarnar til að græða sár þeirra sem sviptir hafa verið heimili og heilsu.

Sef ég nóg? Dóra Lúðvíksdóttir


Dóra Lúðvíksdóttir

Rómverski meistarinn Quintilianus (35 e.kr.) vissi að góður nætursvefn gæti styrkt minnið og fengið okkur til að muna ýmislegt sem við töldum okkur hafa gleymt. Hann taldi einnig að orsök svefnleysis (insomnia) væri í raun ekki skortur á svefni heldur of miklar áhyggjur sem oft má til sanns vegar færa.

Fræðigreinar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica