04. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Læknafélagið fær lögfræðing til starfa: Margréti Gunnlaugsdóttur

Margrét Gunnlaugsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Læknafélaginu. Hún hóf störf 1. mars.

„Ég er spennt að kynnast læknum og leysa úr málum sem upp geta komið hjá þeim,“ segir Margrét sem útskrifaðist sem lögfræðingur 1992. Hún hóf ferilinn innan ráðuneyta og hjá Tollstjóranum í Reykjavík en hefur unnið sjálfstætt frá 2003. Hún útskrifaðist með LL.M. meistaragráðu í Evrópurétti frá Ludwig Maximilans Universität í München í Þýskalandi árið 2019.

„Tíminn í Þýskalandi var afbragðsgóður. Virkilega gaman að kynnast þýsku mannlífi. Ég ákvað að reyna mig í menntaskólaþýskunni í framhaldsnámi og svo að klára þegar ég sá að tungumálið hamlaði mér ekki.“

Margrét starfar einnig á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Hún hefur sérhæft sig á sviði sifja- og erfðaréttar, skaðabótaréttar, réttargæslu og eignaréttar.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica