06. tbl. 97. árg. 2011

Ritstjórnargreinar

Uppskerum eins og við sáum


Kristín Ingólfsdóttir

Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 við afar þröngar aðstæður í samfélaginu. Fjórar deildir voru starfræktar; guðfræðideild, læknadeild, lagadeild og heimspekideild. Fyrsta haustið innrituðust 45 stúdentar, þar af ein kona, Kristín Ólafsdóttir, sem átti eftir að útskrifast sem læknir, fyrst kvenna. Stúdentar eru nú 14.000 og konur eru í meirihluta á öllum námsstigum, líka í doktorsnámi. Deildir skólans eru 25 talsins og skólinn er orðinn alþjóðlegur rannsóknarháskóli.

Fræðigreinar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica