Offita barna eykst á Vesturlöndum og ef ekki tekst að snúa þróuninni við mun það hafa mikil áhrif á lífsgæði og lífslíkur þjóða. Læknar og allir sem láta sig heilsu íslenskra barna varða verða að taka höndum saman og stýra samfélaginu til heilbrigðari lífsstíls.
Gáttatif er algengur sjúkdómur og á fimmta þúsund núlifandi Íslendingar hafa greinst með þessa takttruflun. Meðal alvarlegustu fylgikvilla gáttatifs er segarek frá vinstri gátt en talið er að fimmtungur heilaáfalla sé til kominn vegna þessarar takttruflunar.