Stöðuauglýsingar

Yfirlæknir við Upplýsingamiðstöð HH

Hefur þú áhuga á að þróa og móta nýtt starf með okkur?

 

Laust er til umsóknar 20-50% ótímabundið starf yfirlæknis við Upplýsingamiðstöð HH með möguleika á hærra starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Um er að ræða nýtt ábyrgðarmikið, spennandi og krefjandi starf fyrir lækni sem hefur áhuga á að taka virkan þátt  í umbótastarfi og þróun þjónustu við skjólstæðinga Upplýsingamiðstöðvar HH. Jafnframt vinna að áframhaldandi þróun þekkingarvefs á heilsuvera.is. Áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og vinnu þvert á stofnanir heilbrigðiskerfisins.

Yfirlæknir vinnur í samstafi við þverfaglegt teymi að eflingu þekkingarvefs heilsuvera.is. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. 

Til greina kemur að ráða áhugasaman almennan lækni sem hefur áhuga á starfi læknis á Upplýsingamiðstöð HH, fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Tekur þátt í þróun og uppbyggingu læknisþjónustu á Upplýsingamiðstöð HH 
 • Vinnur að verkferlum í samráð við aðra sérfræðinga á Upplýsingamiðstöð HH
 • Tekur virkan þátt í samstarfi innan og utan HH.

Hæfnikröfur

 • Íslenskt lækningaleyfi
 • Sérfræðimenntun frá Embætti Landlæknis
 • Sérfræðimenntun í heimilislækningum kostur
 • Reynsla í heilsugæslulækningum kostur
 • Vilji og áhugi til breytingar og nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu
 • Reynsla af uppbyggingu og þróun nýrrar þjónustu er kostur
 • Framúrskrandi samskiptahæfni, fagmennska og jákvæðni
 • Góð færni og reynsla við að vinna í þverfaglegu teymi
 • Góð almenn tölvuþekking
 • Íslensku- og  enskukunnátta

Nánari Lýsing

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun. Jafnframt skal fylla út eyðublaðið "Umsókn um læknisstöðu" og setja það í viðhengi. Umsóknareyðublaðið má nálgast á vef Embættis landlæknis (www.landlaeknir.is) undir útgefið efni. Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar hjá Embætti landlæknis. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. HH áskilur sér rétt að óska eftir hreinu sakavottorði.

Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall er 20-50%
Umsóknarfrestur er til og með 04.03.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir - ragnheidur.osk.erlendsdottir@heilsugaeslan.is - 513-5000

Margrét Héðinsdóttir - margret.hedinsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6400

HH Upplýsingamiðstöð
Álfabakki 16
109 Reykjavík
Þetta vefsvæði byggir á Eplica