Stöðuauglýsingar

Almennur læknir - Geðheilsumiðstöð barna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Hefur þú áhuga á að starfa í þverfaglegu teymi og sinna fjölskyldum með börn frá meðgöngu að 18 ára aldri?

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar af almennum lækni til starfa hjá Geðheilsumiðstöð barna. Um er að ræða 50 - 100% ótímabundið starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k. eða eftir nánara samkomulagi.

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn frá meðgöngu að 18 ára aldri, ásamat því að styðja við tengslamyndun foreldra og barna frá 0-5 ára. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga. Starfshópur GMB er þverfaglegur og vinnur eftir markvissu skipulagi með fagleg gæði að leiðarljósi. Áhersla er á gott viðmót og fjölskyldumiðaða þjónustu. GMB á reglulegt samstarf við þjónustuveitendur víðsvegar um landið og sinnir starfsþjálfun háskólanema á sviðinu.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst einkum í aðstoð við greiningu, ráðgjöf og meðferð barna með þroska-, hegðunar- og geðheilbrigðisvanda í þverfaglegu samstarfi við aðra sérfræðinga stöðvarinnar. Starfað er í teymi með öðrum sérfræðingum og þátttaka í þróun og mótun þjónustu GMB. Boðið er upp á handleiðslu reynds sérfræðings og fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Áhugi og/eða reynsla af greiningu og meðferð barna með geðheilbrigðisvanda
  • Faglegur metnaður, sjálfstæði í starfi og lausnamiðuð nálgun
  • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, fagmennska og jákvæðni
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og gott vald á rituðu íslensku máli
  • Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50-100%

Umsóknarfrestur er til og með 19.06.2024

Nánari upplýsingar veita:

Linda Kristmundsdóttir - Linda.Kristmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6620

Guðrún B Guðmundsdóttir - gudrun.bryndis.gudmundsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6620
Þetta vefsvæði byggir á Eplica