06. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Ungur vísindamaður ársins

Martin Ingi Sigurðsson læknir og doktorsnemi varð fyrir valinu sem Ungur vísindamaður ársins á Landspítala 2011. Þetta var tilkynnt á Vísindum á vordögum á Landspítala sem hófust 28. apríl og flutti Martin Ingi erindi um rannsóknir sínar af þessu tilefni. Sigríður Gunnarsdóttir forstöðumaður fræðasviðs krabbameinshjúkrunar afhenti viðurkenninguna.

u00

Martin Ingi er fæddur árið 1982 og lauk kandídatsprófi í læknisfræði við HÍ 2009. Hann lauk kandídatsári á Landspítala 2010 og starfar nú á lyflækningasviði. Hann hóf doktorsnám við Háskólann samhliða læknanámi og verður doktorsvörnin nú í júní. Titill doktorsverkefnisins er Lífupplýsingafræðileg og sameindalíffræðileg greining á eiginleikum DNA metýlunar í erfðamengi mannsins. Hluti verkefnisins var unninn við Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum. Martin Ingi hefur fengið styrki úr vísindasjóði Landspítala og Háskólasjóði HÍ. Hann hefur verið sérlega virkur í rannsóknarstarfi og náð góðum árangri í rannsóknum með samstarfsmönnum sínum. Birt var viðtal við Martin Inga í aprílblaðinu undir fyrirsögninni: Rannsakar áhrif utangenaerfða á aldurstengda sjúkdóma. Læknablaðið 2011; 97: 256-7.Þetta vefsvæði byggir á Eplica