Vel stæð þjóð með afgang á fjárlögum á ekki að sætta sig við heilbrigðiskerfi sem sífellt berst í bökkum. Helstu áskoranir ríkisstjórnarinnar í fjármálum eru svo að segja í höfn og ferðamenn flykkjast til landsins. Nýtum það til að gera betur.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fylgist með framþróun heilbrigðistæknigeirans á Íslandi. Vonandi halda íslenskir læknar áfram að hugsa út fyrir kassann og þróa byltingarkenndar hugmyndir að nýjum heilbrigðistæknilausnum.