12. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Norrænir læknar kynna sér bráðalækningar á Landspítala


Á myndinni eru Norðmennirnir Florentin Moser, Gudrun Hatlen og Lars Petter Björnsen, Finnarnir Susanna Wilén, Terhi Savolainen og Johanna Tuukkanen, Jostein Dale og Gayle Galletta frá Noregi, David Caesar Skotlandi og Hans Ruben Tenggren Noregi. – Mynd: Hjalti Már.

Ísland var fyrst allra Norðurlandanna til að viðurkenna sérgreinina bráðalækningar árið 1992. Í Svíþjóð hlaut sérgreinin fulla viðurkenningu á þessu ári og í Finnlandi árið 2013, í Noregi og Danmörku er það enn á umræðustigi. Á Landspítala hefur því verið unnið lengur eftir hugmyndafræði bráðalækninga en á öðrum sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Bráðadeild Landspítala hefur nú á að skipa öflugum hópi sérmenntaðra bráðalækna og er orðin leiðandi á mörgum sviðum í þróun fagsins á Norðurlöndum. 

Dagana 25. og 26. september síðastliðinn var í fyrsta skipti haldið námskeið undir heitinu EM Iceland í samvinnu bráðadeildar og Félags bráðalækna. Markmið námskeiðsins var ekki að kenna bráðalækningar, heldur að deila þeirri reynslu sem fengist hefur við að innleiða hugmyndafræði bráðalækninga hér á landi með þeim læknum í nágrannalöndum sem nú standa í raun í sömu sporum og Íslendingar fyrir 10-20 árum síðan. Fyrir utan lækna og hjúkrunarfræðinga af bráðadeild tóku bráðalæknar frá Ástralíu, Skotlandi og Bandaríkjunum einnig þátt í kennslu á námskeiðinu. 

Námskeiðið sóttu 10 norrænir læknar sem eru allir að stíga fyrstu skrefin við að innleiða sérgreinina í sínu heimalandi. 

Frekari upplýsingar um námskeiðið eru á http://brada.is/emi/.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica