09. tbl. 101. árg. 2015

Ritstjórnargreinar

Hvernig er best að mæla offitu barna?


Pétur B. Júlíusson

Aukið mittismál hjá börnum hefur verið tengt aukinni blóðfitu, háum blóðþrýsting, hækkuðum fastandi insúlínmælingum og hættu á lifrarfitu. Mæling á mittismáli er hluti af skilgreiningu International Diabetes Federation á efnaskiptavillu. Þrátt fyrir þetta eru mælingar á mittismáli eða mitti/hæð hlutfallinu ekki útbreiddar.

Aukin ferðamennska – áskorun í heilbrigðisþjónustu


María Heimisdóttir

Langflestir erlendir ferðamenn leita heilbrigðisþjónustu yfir sumarmánuðina - þegar mönnun er oft naum vegna sumarleyfa. Árið 2014 voru 46% af innlögnum ósjúkratryggðra sér stað í júlí-september. Áhrifa ferðamanna gætir því meira en ætla mætti af fjöldatölum.

Fræðigreinar




Þetta vefsvæði byggir á Eplica