09. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Saga læknisfræðinnar í öndvegi


Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar stóð fyrir norrænni ráðstefnu í Reykjavík og Reykholti dagana 12.-16. ágúst. Ráðstefnuna sóttu nær 100 manns frá öllum Norðurlöndunum auk gesta frá Þýskalandi, Kanada, Argentínu og Ísrael.

Ráðstefnan var sett með ræðuhöldum og tónlistarflutningi í hinu sérhannaða lækningaminjasafnshúsi á Seltjarnarnesi, sem reyndar er allsendis óvíst hvort gegna muni því hlutverki í framtíðinni.

Dagskrá ráðstefnunnar var fjölbreytt og vegleg en fyrirhuguðum flutningi og fyrirlestrahaldi í Vestmannaeyjum var aflýst vegna veðurs og í stað þess haldið að Reykholti í Borgarfirði þar sem gestir nutu óbreyttrar dagskrár auk fróðleiks og leiðsagnar um Reykholt og Borgarfjörð. Að sögn Óttars Guðmundssonar formanns félagsins tókst framkvæmd ráðstefnunnar vel í alla staði þrátt fyrir inngrip veðurguðanna og gestir héldu ánægðir af landi brott.

Á myndinni er stjórn FÁSL, þau Óttar Guðmundsson formaður, Ólöf Garðarsdóttir gjaldkeri, Vilhelmína Haraldsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Jón Jóhannes Jónsson og Helgi Sigurðsson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica