02. tbl. 111. árg. 2025

Ritstjórnargreinar

Aðkoma og hlutverk lækna í sjúkraflutningum. Unnsteinn Ingi Júlíusson


Unnsteinn Ingi Júlíusson

Í sjúkratilfelli í blaði mánaðarins er áhugaverð lýsing á sjaldgæfri afleiðingu falls, þar sem beita þurfti sérhæfðri meðferð til að bjarga mannslífi. Inngrip sem allir læknar vita að er hægt að framkvæma, en fæstir vilja standa frammi fyrir. Öndunarvegur lokaðist smám saman í flutningi, ekki var hægt að barkaþræða, og tími til inngrips naumur, enginn tími til að hringja í vin eða fletta upp hvernig maður ber sig að.

 

Er skipulag bæja ennþá heilbrigðismál? Lilja Sigrún Jónsdóttir


Lilja Sigrún Jónsdóttir

Það er brýnt að umræður um mikilvægi birtu séu í stöðugu samtali milli skipulagsaðila og þeirra sem vilja byggja nýtt húsnæði, enda er skuggavarp á íbúasvæði ekki síður lýðheilsumál en skipulagsmál. Hvort fara þurfi fram sérstakt lýðheilsumat skal ósagt látið og mögulega þarf að líta til birtu sem takmarkaðrar auðlindar sem þarf að varðveita. Mögulega vantar staðla eða viðmið um hve mikla birtu að lágmarki við ættum að tryggja í íbúðum.

Fræðigreinar

Umræða og fréttir




Þetta vefsvæði byggir á Eplica