Á strjálbýlu landi eins og Íslandi þarf að meta áhrif fjarlægða og flutningstíma á meðferð og minnka tafir á greiningu, lyfjagjöf og hjartainngripum.
Sérhver Íslendingur þarf að hafa eigin heimilislækni. Þá fyrst mun heilsugæslan geta gegnt hlutverki sínu sem fyrsti viðkomustaðurinn þegar leita þarf til heilbrigðiskerfisins.