03. tbl. 106. árg. 2020

Ritstjórnargreinar

COVID-19. Eina vissan er óvissan. Haraldur Briem


Haraldur Briem

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni ber öllum þjóðum heims skylda til að fylgja tilmælum WHO og búa sig undir að takast á við vandann. Í 2. gr. er kveðið á um markmið og gildissvið. Þau eru að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma milli landa, veita vernd gegn slíkri útbreiðslu, halda henni í skefjum og gera viðbragðsáætlanir sem miðast og takmarkast við hættur fyrir lýðheilsuna en koma jafnframt í veg fyrir ónauðsynlega röskun á umferð og viðskiptum milli landa.

Athyglisbrestur og ofvirkni – of eða van? Guðrún Dóra Bjarnadóttir


Guðrún Dóra Bjarnadóttir

Lengi var talið að einungis börn greindust með ADHD og að einkennin bráðu af viðkomandi með auknum þroska. Sú fullyrðing hefur verið hrakin og er talið að helmingur barna með ADHD haldi áfram að sýna einhver einkenni fram á fullorðinsár. Flestallir upplifa ýmis einkenni ADHD einhvern tímann á lífsleiðinni. Einkennin þurfa að vera stöðug og hafa hamlandi áhrif á færni í félagslegri virkni, námi eða vinnu frá unga aldri. 

Fræðigreinar

Umræða og fréttir




Þetta vefsvæði byggir á Eplica