01. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Sérgreinin sem ég valdi: lungnalækningar. Steinn Jónsson

Sérfræðilæknar svara: - hvernig varð sérgrein þeirra fyrir valinu? hvar lærðu þeir? hvaða ráð gefa þeir ungum læknum?

Árin í læknadeild eru minnisstæð og við kynntumst mörgu áhugaverðu fólki, ekki síst kennurunum, og þessi ár urðu eitt skemmtilegasta tímabil lífsins. Ég hafði alltaf gaman af að sinna sjúklingum, greina og meðhöndla og sjá árangur af því. Eftir 4. árið fékk ég vinnu á Vífilsstaðaspítala. Þar kynntist ég Tryggva Ásmundssyni sem þá var nýkominn heim úr sérnámi í Bandaríkjunum, fróður og hugmyndaríkur. Yfirlæknirinn var Hrafnkell Helgason, einn skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Einnig vil ég nefna Snorra Ólafsson lyflækni og lungnasérfræðing á Landspítala sem hafði yfirburða þekkingu og var alltaf á spítalanum að sinna veikustu sjúklingunum.

Eftir kandídatsárið lá leiðin á Borgarspítalann og fljótlega tók ég ákvörðun um að fara í lyflækningar. Mestu áhrifamenn um framhaldið voru Þórður Harðarson og Sigurður B. Þorsteinsson, fyrsti smitsjúkdómalæknir á Íslandi. Þeir áttu frumkvæði að því að ég sótti um framhaldsnám í Bandaríkjunum en fátt annað hafði svo sem komið til greina hjá mér. Baylor College of Medicine í Houston í Texas var langefst á mínum óskalista, stórborgar-medicine með fullt af spennandi tilfellum og áskorunum. Þórður vildi undirbúa mig fyrir það sem ég átti í vændum og lánaði mér bókina Hearts eftir Thomas Thompson sem fjallar um Texas Medical Center og Michael DeBakey hjartaskurðlækni og yfirmann á Baylor sem þoldi enga meðalmennsku. Um miðjan júní 1979 lögðum við af stað út í þennan framandi heim, kona mín og ég með tvo litla stráka, tveggja ára og 10 mánaða, og næstu 6 ár vorum við eina íslenska námslæknafjölskyldan vestan við Mississippi.

U17-fig-1-Steinn-JonssonNám í lyflækningum í Bandaríkjunum eru þrjú ár í almennum lyflækningum en síðan gefst kostur á að velja um ýmsar undirsérgreinar. Mér fannst ég vera vel undirbúinn eftir námið á Íslandi og hafði meiri klíníska reynslu en margir félagar mínir en þau kunnu á kerfið. Þótti bráðatilfelli og lífshættuleg veikindi skemmtilegustu viðfangsefnin og gjörgæsla fannst mér spennandi. Lungnalæknar á Baylor stjórnuðu gjörgæsludeildum lyflækninga og margir af bestu sérnámslæknunum fóru í lungnalækningar. Hjartalækningar, nýrnalækningar og krabbameinslækningar komu til greina en að lokum tók ég ákvörðun um að sækja um sérnám í lungnalækningum hjá Paul M. Stevens sem var einn virtasti kennari í lyflækningum á Baylor. Hann varð síðan minn aðalmentor í lyflæknisfræði, lungnalækningum og gjörgæslu og urðum við góðir vinir. Talsvert af mínu framhaldsnámi var á gjörgæslu og varð það til þess að ég tók ekki aðeins bandarísku sérfræðiprófin í lyflækningum og lungnasjúkdómum heldur líka fyrsta sérfræðiprófið í gjörgæslu (critical care medicine). Rannsóknarþáttur námsins var sérstakur kapítuli en það stundaði ég á rannsóknarstofu í smitsjúkdómum hjá Daniel M. Musher sem hafði verið aðalkennari Sigurðar B. Þorsteinssonar. Þar lærði ég aðferðafræði við mælingar á átfrumuvirkni og notaði macrophaga úr lungum heilbrigðra sjálfboðaliða og hvít blóðkorn úr periferu blóði og skrifaði mínar fyrstu vísindagreinar.

Eftir að heim kom var það aðal verkefni mitt fyrir utan sérfræðilæknisstörf á sjúkrahúsunum í Reykjavík að stuðla að framhaldsnámi í lyflækningum fyrir unga lækna á Íslandi. Þar reyndi ég að tvinna kennsluna inn í daglega klíníska vinnu og nota tilfellin fyrir fræðilega umræðu. Þetta var aðferðin við þjálfun ungra lækna í Bandaríkjunum. Hélt líka áfram rannsóknum á átfrumuvirkni gegn lungnabólgubakteríum með Helga Valdimarssyni og Ingileif Jónsdóttur og síðan rannsóknum á erfðum lungnakrabbameins í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu.

Árin í læknadeild eru minnisstæð og við kynntumst mörgu áhugaverðu fólki, ekki síst kennurunum, og þessi ár urðu eitt skemmtilegasta tímabil lífsins. Ég hafði alltaf gaman af að sinna sjúklingum, greina og meðhöndla og sjá árangur af því. Eftir 4. árið fékk ég vinnu á Vífilsstaðaspítala. Þar kynntist ég Tryggva Ásmundssyni sem þá var nýkominn heim úr sérnámi í Bandaríkjunum, fróður og hugmyndaríkur. Yfirlæknirinn var Hrafnkell Helgason, einn skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Einnig vil ég nefna Snorra Ólafsson lyflækni og lungnasérfræðing á Landspítala sem hafði yfirburða þekkingu og var alltaf á spítalanum að sinna veik-ustu sjúklingunum.

Eftir kandídatsárið lá leiðin á Borgarspítalann og fljótlega tók ég ákvörðun um að fara í lyflækningar. Mestu áhrifamenn um framhaldið voru Þórður Harðarson og Sigurður B. Þorsteinsson, fyrsti smitsjúkdómalæknir á Íslandi. Þeir áttu frumkvæði að því að ég sótti um framhaldsnám í Bandaríkjunum en fátt annað hafði svo sem komið til greina hjá mér. Baylor College of Medicine í Houston í Texas var langefst á mínum óskalista, stórborgar-medicine með fullt af spennandi tilfellum og áskorunum. Þórður vildi undirbúa mig fyrir það sem ég átti í vændum og lánaði mér bókina Hearts eftir Thomas Thompson sem fjallar um Texas Medical Center og Michael DeBakey hjartaskurðlækni og yfirmann á Baylor sem þoldi enga meðalmennsku. Um miðjan júní 1979 lögðum við af stað út í þennan framandi heim, kona mín og ég með tvo litla stráka, tveggja ára og 10 mánaða, og næstu 6 ár vorum við eina íslenska námslæknafjölskyldan vestan við Mississippi.

Nám í lyflækningum í Bandaríkjunum eru þrjú ár í almennum lyflækningum en síðan gefst kostur á að velja um ýmsar undirsérgreinar. Mér fannst ég vera vel undirbúinn eftir námið á Íslandi og hafði meiri klíníska reynslu en margir félagar mínir en þau kunnu á kerfið. Þótti bráðatilfelli og lífshættuleg veikindi skemmtilegustu viðfangsefnin og gjörgæsla fannst mér spennandi. Lungnalæknar á Baylor stjórnuðu gjörgæsludeildum lyflækninga og margir af bestu sérnámslæknunum fóru í lungnalækningar. Hjartalækningar, nýrnalækningar og krabbameinslækningar komu til greina en að lokum tók ég ákvörðun um að sækja um sérnám í lungnalækningum hjá Paul M. Stevens sem var einn virtasti kennari í lyflækningum á Baylor. Hann varð síðan minn aðalmentor í lyflæknisfræði, lungnalækningum og gjörgæslu og urðum við góðir vinir. Talsvert af mínu framhaldsnámi var á gjörgæslu og varð það til þess að ég tók ekki aðeins bandarísku sérfræðiprófin í lyflækningum og lungnasjúkdómum heldur líka fyrsta sérfræðiprófið í gjörgæslu (critical care medicine). Rannsóknarþáttur námsins var sérstakur kapítuli en það stundaði ég á rannsóknarstofu í smitsjúkdómum hjá Daniel M. Musher sem hafði verið aðalkennari Sigurðar B. Þorsteinssonar. Þar lærði ég aðferðafræði við mælingar á átfrumuvirkni og notaði macrophaga úr lungum heilbrigðra sjálfboðaliða og hvít blóðkorn úr periferu blóði og skrifaði mínar fyrstu vísindagreinar.

Eftir að heim kom var það aðal verkefni mitt fyrir utan sérfræðilæknisstörf á sjúkrahúsunum í Reykjavík að stuðla að framhaldsnámi í lyflækningum fyrir unga lækna á Íslandi. Þar reyndi ég að tvinna kennsluna inn í daglega klíníska vinnu og nota tilfellin fyrir fræðilega umræðu. Þetta var aðferðin við þjálfun ungra lækna í Bandaríkjunum. Hélt líka áfram rannsóknum á átfrumuvirkni gegn lungnabólgubakteríum með Helga Valdimarssyni og Ingileif Jónsdóttur og síðan rannsóknum á erfðum lungnakrabbameins í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu.

Hef verið mjög heppinn í mínu starfi og upplifði að mér finnst gullöld í faginu frá 1976-2000. Ýmislegt í þróun heilbrigðismála hér á Íslandi hefur ekki fallið að mínum skoðunum, sérstaklega eftir árið 2000, og finnst mér sem hallað hafi undan fæti eftir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Við Íslendingar erum þó ekki einir um þá þróun mála. Það hefur þó alltaf verið gaman og gefandi að vera læknir og fagið hefur passað mér mjög vel. Ég lít sáttur yfir starfsævina, sem er reyndar ennþá í gangi þótt mínu aðalstarfi til 37 ára við sjúkrahúsin og Háskóla Íslands sé lokið.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica