Æskilegt væri að skoða sem flestar sérgreinar með sama hætti og skurðlæknar hafa gert, ekki síst í ljósi aðstæðna hérlendis þar sem krafan um forgangsröðun og skynsamlega nýtingu fjármuna í heilbrigðisþjónustu hefur aldrei verið meiri þrátt fyrir stigvaxandi eftirspurn.
Læknadeild, heimspekideild, lagadeild og guðfræðideild eru stofndeildir HÍ. Áður hafði Læknaskólinn starfað frá 1876. Formleg læknakennsla er skilgreind í erindisbréfi Bjarna Pálssonar landlæknis frá 1760, hluti af embættisskyldum hans var að kenna læknisefnum og yfirsetukonum.