10. tbl. 96.árg. 2010

Umræða og fréttir

Vífilsstaðir 100 ára

u00

Eitt hundrað ár voru í haust liðin frá því að berklahælið var reist að Vífilsstöðum. Berklaspítalinn var rekinn þar í 60 ár, allt þar til heilbrigðisyfirvöld töldu að tekist hefði að uppræta þennan illvíga sjúkdóm og húsinu var fengið nýtt hlutverk. Í tilefni af afmælinu var efnt til sýningar í húsinu þar sem saga berklahælisins var rakin í máli og myndum og lýst aðferðunum sem notaðar voru til lækninga áður en þróuð voru lyf gegn berklum. Berklasjúklingar sem voru á öllum aldri dvöldu mánuðum eða árum saman á Vífilsstöðum og þar varð til sérstakt samfélag sem margir minnast með hlýhug og virðingu. Árið 1973 fékk spítalinn nýtt hlutverk þegar opnuð var rannsókna- og sjúkradeild á vegum Landspítalans fyrir lungnasjúklinga. Árið 2002 tók Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem á og rekur Hrafnistuheimilin, við rekstrinum og starfrækti þar hjúkrunarheimili frá árinu 2004 þar til í ágúst á þessu ári. Hvað verður um þetta fallega og sögufræga hús er sem stendur óráðið.Þetta vefsvæði byggir á Eplica