09. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Nýi Landspítalinn rís enn

Nýtt þjóðarsjúkrahús tekur stöðugt á sig heilsteyptari mynd. Uppsteypa meðferðarkjarnans heldur áfram. Bílakjallari við meðferðarkjarnann nú steyptur upp og framkvæmdir að hefjast við hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Jarðvinna við rannsóknahúsið, sem verður rúmir 17.800 fermetrar á 5 hæðum með kjallara, fer nú fram. Einnig er unnið við bílastæða- og tæknihúsið.

Sólin baðaði framkvæmdasvæðið sunnudaginn 20. ágúst. Hvert sem litið er má sjá verk í vinnslu. Alþingi áætlar nú að kostnaðurinn við nýja spítalann verði tæpir 211 milljarðar króna, en samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins var kostnaðurinn áætlaður tæpir 80 milljarðar árið 2021. Síðan þá hafi meðferðarkjarninn verið stækkaður úr 53 þúsund fermetrum í 70.000. Þakplöturnar á stöplana þrjá voru steyptar nú í sumar. Mynd/gag

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica