0708. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Stefna að tillögum um afnám refsiábyrgðar heilbrigðisstarfsfólks fyrir alþingi í haust

„Lykilatriði er að tryggja aftur traust í heilbrigðiskerfinu og auka öryggi sjúklinga og starfsmanna,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna. Hann er fulltrúi heilbrigðisstarfsfólks í hópi heilbrigðisráðherra sem metur möguleika þess að afnema refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks vegna atvika.


Theódór Skúli Sigurðsson fulltrúi heilbrigðisstarfsfólks í starfshópi ráðherra. Mynd/gag

Nefndin hefur nú fundað þrisvar og stefnir að því að gera tillögu að breyttum lögum fyrir haustþing. „Mikill hugur er í vinnuhópnum að klára málið,“ segir Theódór en stefnt er að því að stofnanir beri ábyrgðina en ekki einstaklingarnir.

Theódór segir hópinn nú aðeins vinna að einni tillögu sem sett var fram í skýrslu um úrbætur frá 2015. Annar starfshópur sem stofnaður verður fyrir haustið vinnur í hinum tillögum skýrslunnar. „Hópurinn mun endurskoða ferlið sem fer af stað þegar alvarleg atvik verða innan heilbrigðiskerfisins.“ Theódór fagnar því að málið sé komið á skrið. „Ég vil þakka heilbrigðisráðherra fyrir að setja þessa vinnu í gang.“


 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica