7-8. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Svör heilbr.starfsmanna: Efla rafrænar lausnir og fella fílabeinsturna. Árni Johnsen

 1. Skráning upplýsinga í rafræna sjúkraskrá er gífurleg byrði á lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Heilbrigðiskerfi okkar er krónískt undirfjármagnað og undirmannað á flestum vígstöðvum, en þó eyða læknar um 50% af sínum takmarkaða tíma í vinnu við tölvu. Í samanburði við heildarútgjöld til heilbrigðiskerfisins þá verjum við afskaplega litlu til þróunar á rafrænum heilbrigðislausnum. Þessi málaflokkur þarf meiri athygli og meira fé, bæði til úrbóta á eldri kerfum og til nýsköpunar.

2. Of margir stjórnendur í heilbrigðiskerfinu hafa fjarlægst og gleymt „gólfinu“. Það hafa myndast of mörg lög millistjórnenda og skriffinna sem aðskilja starfsmenn sem sinna klínískri vinnu og þau sem taka stefnumótandi ákvarðanir um rekstur og framtíð heilbrigðiskerfisins,“ segir Árni. „Stjórnendur úr röðum heilbrigðisstarfsmanna ættu ekki að hætta alfarið klínískum störfum þegar þeir taka við stjórnunarstöðum og fella þarf þá fílabeinsturna sem hafa sprottið upp þar sem skipuritin eru þykkust.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica