7-8. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Alþingiskosningar 2021. Hvað segja heilbrigðisstarfsmenn?

Ljóst er að undiraldan í heilbrigðiskerfinu hefur sjaldan verið meiri en fyrir Alþingiskosningarnar í september. Ljóst er að vandi kerfisins er víða: málefni aldraðra, fráflæðisvandi Landspítala, samningsleysi stofulækna, skimanir fyrir leghálskrabbameini og bágir innviðir stofnana, ekki síst Landspítala. Læknablaðið leitaði til starfsfólks víða í kerfinu og bað það um að líta á nærumhverfi sitt, segja frá áhyggjum sínum þar og benda á það sem helst þarf að laga – í afar stuttu máli, eða 150 orðum.

1

Hvaða faglega vanda í nærumhverfi þínu hefur þú mestar áhyggjur af og hvernig finnst þér að ætti að leysa hann?

2

Hvað þarf að laga í heilbrigðiskerfinu?



Þetta vefsvæði byggir á Eplica