10. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Svignaskarð í Borgarfirði - nýtt orlofshús LÍ

Í sumar lét Orlofssjóður Læknafélags Íslands reisa nýtt 80 fm orlofshús í landi Svignaskarðs, og sjóðurinn á þar með fjögur hús á Vesturlandi: tvö við Hreðavatn og eitt í Húsafelli auk þessa.

Húsið er í orlofshúsabyggð norðan við veginn um 10 km ofan við Borgarnes.


Húsið er byggt eftir sömu teikningu og af sömu aðilum og byggðu orlofshúsin í Brekkuskógi fyrir Læknafélagið. Það er rúmgott með öllu til alls og svefnplássi fyrir átta manns, þremur herbergjum, baði, eldhúskrók, stofu og geymslu, að ógleymdum stórum palli allt í kring og heitum potti.

Svignaskarð er fornt stórbýli. Sagan segir að þar hafi Snorri Sturluson haldið um 100 kálfa til að eiga nóg skinn að skrifa á sína Eddu, Heimskringlu, Ólafs sögu Tryggvasonar og sennilega fleira. Það mega kallast kúbæt til ríma við þau megabæt sem nútímaskáld þurfa. Og Snorri var líka með heitan pott.


Mörg skáld hafa hugsað til Snorra og falls hans; Megas, Steinn Steinar og Hannes Hafstein:

Síðan gráta hrímgar hlíðar og holt um Borgarfjörð.

Glænýtt orlofshús með öllum græjum.

Af pallinum sér yfir Borgarfjörð, holt og hlíðar, og suður til Skarðsheiðar og Hafnarfjalls sem er kjörið til uppgöngu.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica