06. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Bæklingur um lungnakrabba, ný útgáfa

Nýlega var gefinn út bæklingur um lungnakrabbamein, ætlaður sjúklingum og aðstandendum þeirra. Bæklingurinn er nú gefinn út í annað sinn með endurnýjuðu myndefni en fyrri útgáfa fékk góðar undirtektir og var dreift í þúsundum eintaka. Íslenskir sérfræðingar sömdu efnið og miðast það við hérlendar aðstæður, til dæmis er fjallað um berkjuómspeglun (EBUS) sem nú er gerð á Íslandi, en einnig jáeindaskanna en slíkt tæki vantar tilfinnanlega hér. Markmiðið er að allir sem greinast árlega með lungnakrabbamein hér á landi fái bæklinginn í hendur við greiningu en þeir eru um 160 talsins. Hægt verður að nálgast efnið á vefnum lungnakrabbamein.is. Útgáfan var styrkt af Roche á Íslandi án skilyrða um innihald eða efnistök. Bæklinga fyrir göngudeildir og heilsugæslustöðvar er hægt að panta hjá Tómasi Guðbjartssyni prófessor sem er ábyrgðarmaður og útgefandi bæklingsins, tomasgud@landspitali.is.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica