06. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Velheppnað vísindaþing SKÍ og SGLÍ í Hörpu


Keppendur um Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar, frá vinstri: Harpa Káradóttir, Einar
Hjörleifsson, sigurvegarinn Þórir Einarsson Long, Stefán Ágúst Hafsteinsson, Þórður Skúli
Gunnarsson, Una Jóhannesdóttir og formaður dómnefndar, Unnur Valdimarsdóttir prófessor.


Fyrirlesarar og fundarstjórar á málþingi um meðferð alvarlegrar ofkælingar, frá vinstri: Mads
Gilbert, Arnar Geirsson, Beat Wahlpot og Felix Valsson.

Dagana 10.-11. apríl var haldið sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands. Þar voru kynnt rúmlega 40 vísindaerindi ásamt málþingum með erlendum fyrirlesurum, meðal annars um hryggjaraðgerðir, blæðingar í skurðaðgerðum og meðferð alvarlegrar ofkælingar. Þingið sóttu rúmlega 250 manns og var metþátttaka á sérstakan heiðursfyrirlestur Mads Gilberts, prófessors frá Tromsø í Noregi þar sem hann fjallaði um læknisstörf sín á Gaza-svæðinu.

Á laugardeginum var samkvæmt venju keppt um Hvatningarverðlaun Jónasar Magnússonar fyrrverandi prófessors. Þar kepptu 6 bestu erindi unglækna eða læknanema. Keppnin var óvenjuhörð í ár en sigur úr býtum bar Þórir Einar Long læknanemi á 6. ári með erindið Bráður nýrnaskaði á Landspítala, en meðhöfundar hans voru Martin Ingi Sigurðsson, Gísli H. Sigurðsson og Ólafur Skúli Indriðason.

Ráðstefnugestir snæddu saman í Iðnó um kvöldið og þar lék hljómsveitin BandAid fyrir dansi en hana skipa 10 læknanemar á 3.-6. ári.

Tómas GuðbjartssonÞetta vefsvæði byggir á Eplica