04. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Stjórn LÍ árið 2015


Þessi mynd var tekin núna um miðjan mars á fundi stjórnar Læknafélags Íslands. Frá vinstri: Tinna H. Arnardóttir fulltrúi FAL, læknir, Björn Gunnarsson svæfingalæknir á Akranesi, Arna Guðmundsdóttir LR, innkirtlalæknir, Magdalena Ásgeirsdóttir ritari, lungnalæknir, Þorbjörn Jónsson formaður, ónæmislæknir, Magnús Baldvinsson gjaldkeri, röntgenlæknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir. Á myndina vantar Hildi Svavarsdóttur heimilislækni og Orra Þór Ormarsson varaformann, barnaskurðlækni.

Stjórnin fundar annan hvern mánudag í Hlíðasmára og þeirra starf er öflugt. Þær Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri LÍ og Dögg Pálsdóttir lögfræðingur félagsins hrinda síðan fyrirætlunum stjórnar í verk og eru potturinn og pannan í starfi félagsins ásamt Þorbirni formanni.

Formannafundur og aðalfundur

Framundan í starfi stjórnar er Formannafundur föstudaginn 17. apríl, þar sem saman koma formenn ýmissa deilda og félaga innan Læknafélagsins og gera grein fyrir innra starfi, fjármálum og stefnu. Málþing verður haldið kl. 13-16 í tengslum við þennan fund og er opið öllum læknum. Efni þingsins
er
Læknar og fjölmiðlar, og frummælendur verða Anna Sigrún Baldursdóttir, Teitur Guðmundsson, Hjalti Már Björnsson og Gunnar Steinn Pálsson.

Aðalfundur LÍ verður haldinn í Stykkishólmi 1. og 2. október í haust.

Mynd og texti: VédísÞetta vefsvæði byggir á Eplica