02. tbl. 101. árg. 2015

Umræða og fréttir

Sagan í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli Læknablaðsins gerðu ritstjórn, starfsfólk og útgáfustjórn sér glaðan dag og snæddu saman á veitingastaðnum Dilli, Hverfisgötu 12. Þar voru allir réttir hver öðrum ævintýralegri og betri, og hefðum við viljað veita staðnum Michelin-stjörnur tvær ef við hefðum ekki gleymt þeim heima. Dill er í svonefndu bíslagi við hús Guðmundar Hannessonar á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis, og þar hafði Hannes sonur Guðmundar lækningastofu sína framan af. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rakti sögu Guðmundar og húss hans fyrir viðstöddum og kom þar margt skemmtilegt á daginn í sögu þjóðar og læknisfræði og pólitíkur eins og gengur.

Þetta er einvalalið í ritstjórn: Sigurbergur Kárason svæfingalæknir, Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir, Engilbert Sigurðsson geðlæknir, ritstjóri og ábyrgðarmaður, Hannes Hrafnkelsson heimilislæknir og Magnús Gottfreðsson lyflæknir. Fyrir framan karlpeninginn sitja Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir og Gerður Gröndal gigtarlæknir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica