11. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Málþing Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar

Málþing um ólíkar lífslíkur barna í samfélagi 19. aldar

á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar,  í fundarsal Þjóðminjasafnsins,
laugardaginn 10. nóvember kl. 13.00


Lífslíkur ungra barna eru nú talinn einn mikilvægasti mælikvarðinn á gæði opinberrar heilbrigðisþjónustu og á velferðarstig almennt. Allt frá því á 19. öld og fram á þá 20. miðaði baráttan við ungbarnadauða í flestum löndum Evrópu að því að minnka það bil sem var á lífslíkum barna milli þjóðfélagshópa og á milli landshluta. Sagnfræðingarnir Sören Edvinsson og Ólöf Garðarsdóttir hafa bæði fengist við rannsóknir á ungbarnadauða um alllangt skeið og munu hér beina sjónum að félagslegum og landfræðilegum mun á lífslíkum barna í Svíþjóð og á Íslandi á 19. öld.

Dr. Sören Edvinsson er prófessor við Demografiska Databasen við Háskólann í Umeå í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður á sviði sögulegrar lýðfræði á Norðurlöndum og hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um lífslíkur frá 18. öld og fram á þá 20. Edvinsson er hér á landi í boði Félags áhugafólks um sögu læknisfræðinnar og er fyrirlestur hans kostaður af sjóði sem stofnaður var til heiðurs lækninum Agli Snorrasyni. Erindi Edvinssons nefnist Deaths in 19th Century Sweden. Social and Spatial aspects.   
   
Dr. Ólöf Garðarsdóttir er prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Erindi hennar nefnist A „rural penalty“ in a pre-industrial setting? Contradictory findings on regional and social differences in infant mortality in late 19th and early 20th century Iceland.  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica