11. tbl. 98. árg. 2012

Umræða og fréttir

Aðalfundur Læknafélags Íslands og breytingar á stjórn

u00-fig1

Forkólfar stjórnar LÍ við tröppur Akureyrarkirkju eftir góðan aðalfund, frá vinstri: Orri Þór Ormarsson,
Þorbjörn Jónsson og Salome Á. Arnardótti
r.

Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn á Akureyri dagana 18. og 19. október og að lokinni setningu ávarpaði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fundarmenn. Hann ræddi meðal annars samningamál sérfræðilækna og ríkisins, tækjakost Landspítala, undirbúning að byggingu nýs sjúkrahúss, stefnumótun og meðferð fjármuna í velferðarkerfinu og gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar og svaraði síðan spurningum úr sal. Erindi ráðherrans í heild er að finna á vef velferðarráðuneytisins: velferdarraduneyti.is

Efnt var til málþings um lækna og samfélagsmiðla en ítarlega umfjöllun um það er að finna á blaðsíðu 604. Margar ályktanir voru samþykktar á aðalfundinum og er þær að finna á vef Læknafélags Íslands, lis.is

Verulegar breytingar urðu á stjórn félagsins og komu 5 nýir stjórnarmenn inn. Úr stjórn gengu Valgerður Rúnarsdóttir varaformaður, Anna Kr. Jóhannsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Árdís Ármannsdóttir og Steinn Jónsson. Í þeirra stað voru kjörin Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, varaformaður, og Salome Ásta Arnardóttir heimilislæknir, ritari til tveggja ára, og fjórir nýir meðstjórnendur til eins árs: Björn Gunnarsson svæfingalæknir, Guðrún Jóhanna Georgsdóttir almennur læknir, Magdalena Ásgeirsdóttir lungnalæknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir. Þorbjörn Jónsson er formaður LÍ, Þórey Steinarsdóttir verður áfram fulltrúi FAL í stjórn og Magnús Baldvinsson er gjaldkeri stjórnar LÍ.Þetta vefsvæði byggir á Eplica