10. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Geta tekið 11.000 manns á nýja Heilsugæslu Höfða á Suðurnesjum

Alls höfðu 1100 skráð sig á nýja starfsstöð heilsugæslunnar Höfða á Suðurnesjum fimm dögum frá opnun. Þórarinn Ingólfsson, yfirlæknir heilsugæslunnar Höfða Suðurnesjum, segir stöðina búna til að taka við allt að 11 þúsund skjólstæðingum

Bergljót Kvaran fagstjóri hjúkrunar, Þórarinn Ingólfsson yfirlæknir og Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar Höfða á Suðurnesjum fyrir utan nýju heilsugæsluna í Keflavík. Mynd/VFpket

Fjórtán læknastofur bíða fólksins í 1150 fermetra húsnæði við Aðaltorg, næst við Courtyard by Marriott-hótelið í Keflavík. Fyrst um sinn eru fjórar í notkun enda læknarnir nú fjórir: Þórarinn sjálfur, Elín Óla Klemenzdóttir, Oddur Þórir Þórarinsson og Vilhjálmur Pálmason hafa hafið þar störf. Einnig fjórir hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir og starfsfólk.

„Við leitum lækna og reiknum með því að þurfa að bæta við okkur strax upp úr áramótum,“ segir hann. „Það er erfitt að fá lækna enda alþjóðlegur læknaskortur. Það skiptir því máli að bjóða upp á starfsumhverfi og kjör sem fólki hugnast.“

Þórarinn segir um 6000 Suðurnesjamenn af 31.000 sækja heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1-2000 á Heilsugæslunni Höfða. „Við finnum að það fólk sækir hingað. Það þekkir okkur og við mætum mikilli jákvæðni. Margt þeirra hefur beðið eftir okkur.“

Þórarinn segir að forsvarsmenn Höfða hafi stokkið til þegar auglýst var eftir rekstraraðila heilsugæslu á Suðurnesjum. „Við erum þeirrar skoðunar að heilsugæsla eigi að vera eins og í nágrannalöndunum, einkarekin með þjónustusamninga. Við töldum að við hefðum borð fyrir báru að spreyta okkur á þessu verkefni.“

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica