10. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Breytingar í ritstjórn Læknablaðsins, Sæmundur Rögnvaldsson bætist í hópinn

Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir hjartalæknir hefur ákveðið að víkja úr ritstjórn Læknablaðsins eftir 5 ára setu. Fyrir hönd Læknablaðsins eru henni þökkuð vel unnin störf og fær hún bestu óskir um góðan framgang í framtíðarstörfum sínum.

Sæmundur Rögnvaldsson sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala kemur nú inn í ritstjórn. 

Sæmundur Rögnvaldsson.

Samhliða læknanámi við Háskóla Íslands hóf Sæmundur doktorsnám og hefur skilað afar ríku vísindastarfi og tók þátt í að byggja upp hið merka vísindaverkefni leitt af Sigurði Yngva Kristinssyni: Blóðskimun til bjargar. Innan þess verkefnis var efni doktorsritgerðar Sæmundar sem hann varði árið 2022 og ber heitið: Monoclonal gammopathy of what significance?: Overcoming the methodological limitations of studying an asymptomatic precursor disorder.

Sæmundur hefur einnig reynslu af kennslu í læknadeild fyrir og eftir útskrift, meðal annars faraldursfræði, líffræðilegri tölfræði og frumulíffræði. Í dag ber hann ábyrgð á BS-kúrs læknanema. Hann hefur verið meðleiðbeinandi í vísindaverkefnum nokkurra læknanema og birt fjölda ágripa á erlendum vísindaráðstefnum og vísindagreinar í virtum erlendum vísindaritum auk þess að hafa hlotið verðlaun bæði erlendis og hérlendis.

Auk alls þessa hefur Sæmundur verið afar virkur í félagsstörfum og slegið í gegn á fjölda árshátíða Læknafélags Íslands enda mikill tónlistarmaður og húmoristi.

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica