0708. tbl. 109. árg. 2023
Umræða og fréttir
Læknar semja um kaup og kjör til næsta vors: 31. mars 2024
Læknar hafa samþykkt skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. mars 2024. „Við teljum þessa niðurstöðu þá bestu sem hægt var að fá í stöðunni. Það er mikil vinna framundan og undirbúningur fyrir næstu samningslotu. Það skiptir öllu núna,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins.
Mikael Smári Mikaelsson, formaður samninganefndar lækna.
Kosningu lauk á hádegi 23. júní og tóku 648 félagsmenn þátt, eða 50,08% þeirra. Af þeim sögðu 547 já, eða 84,41%, 86 sögðu nei, 13,27%, og 15 tóku ekki afstöðu, 1,21%.
Mikael segir þessa samninga eitt skref í áttina að því sem þurfi að ná fram „Það má líta á þennan samning sem eins konar vopnahlé,“ segir hann. „Við tökum nú hlé í baráttunni til að báðir aðilar geti undirbúið sig. Svo byrjar næsta samningslota eftir áramót af fullum þunga. Þangað til eru vinnuhópar að reyna að leysa úr ákveðnum hlutum til að styrkja og styðja samningaviðræðurnar.“