05. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Nefndu þrjú læknahlaðvörp sem mælir þú með

Hlaðvörpin sem fá rokkstig Sólveigar Bjarnadóttur

 

1. Fjölbreytt læknisfræðileg vandamál

„Fyrsta læknisfræðihlaðvarpið sem ég datt inn í var The Curbsiders - Internal Medicine Podcast. Var þá að vinna sem læknanemi í afleysingum eftir 4. ár og var bent á þetta af góðum sérnámslækni,“ segir Sólveig Bjarnadóttir almennur læknir og fyrrum formaður Félags læknanema. „Curbsiders fjalla um mjög fjölbreytt lyflæknisfræðileg vandamál og hafa gefið út hátt í 400 þætti. Taka yfirleitt fyrir eitt viðfangsefni í hverjum þætti sem er þá auðvelt að glöggva sig á. Mjög klínísk nálgun og svolítið eins og maður sé að fá konsúlt.“

2. Áhugaverð nálgun á klíníska yfirferð

„Sem læknanemi og sérnámsgrunnslæknir vann ég mikið á geðsviði. Hlustaði þá gjarnan á Psychiatry and Psychotherapy Podcast. Bæði mjög gagnleg og klínísk yfirferð en líka áhugaverð nálgun þar sem er farið yfir sögulegu hliðina,“ segir Sólveig sem mælir sérstaklega með þáttum þar sem fjallað er um hin ýmsu geðlyf.

3. Innsýn í smitsjúkdómana

„Byrjaði tiltölulega nýverið að hlusta á hlaðvarpið Febrile – A cultured podcast sem fjallar um smitsjúkdóma. Fyrir það fyrsta fá þau mörg rokkstig fyrir góðan titill á hlaðvarpi og svo enn fleiri þegar það eru einhver dýr sem koma við sögu, iðulega kettir eða veikir páfagaukar. Tilfellamiðuð nálgun og gaman að fá innsýn í sjúkdóma og tilfelli sem við sjáum sjaldan hér á Íslandi.“

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica