03. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Formenn norrænu læknafélaganna funduðu hjá LÍ í Kópavogi

Mannekla meðal lækna og annarra heilbrigðisstétta, framtíðaráætlanir, krefjandi aðstæður og vaxandi biðlistar voru meðal margra sameiginlegra málefna sem rædd voru á fundi Norræna læknaráðsins.

Fundurinn fór fram í húsakynnum Læknafélagsins þann 9. febrúar. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, leiddi starfið að þessu sinni. „Við ræddum einnig afgreiðslu alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu, en þar getum við klárlega lært af nágrannalöndum okkar,“ sagði Steinunn eftir fundinn.

Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, Thorben Buse, frá danska félaginu, Camilla Noelle Rathcke, formaður þess danska, Jeppe Berggreen, frá danska, Janne Aaltonen, frá finnska félaginu, Hanna Havainen, frá sænska. Á skjánum á Teams: Axel Rød, frá norska læknafélaginu, Niina Koivuviita, formaður finnska læknafélagsins og Mervi Kattelus, frá finnska. Hægra megin við borðið: Dögg Pálsdóttir, frá Læknafélaginu, Siri Skumlien, frá norska, Sofia Rydgren Stale, formaður sænska læknafélagsins og loks fremst Anna Ingmanson, frá sænska. Mynd/Védís

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica