02. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Mælskulist og kappræður á Læknadögum

„Við náum þeim næst,“ sagði Sigrún Jónsdóttir við Læknablaðið sem náði henni við kaffivélina eftir viðureign þeirra Gunnars Baldvins Björgvinssonar, fulltrúa sérnámslækna, við Helgu Margréti Skúladóttur og Jordan Cunningham, fulltrúa sérfræðinga.

Fyrir umræðuna studdu fleiri fullyrðinguna um að nútímakröfur um gæði í læknisfræði valdi kulnun meðal lækna. Eftir viðureignina snérust tölurnar og sérfræðingarnir höfðu sigur. Dögg Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélagsins, stýrði kappræðunum og mætingin var prýðileg.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica