02. tbl. 109. árg. 2023

Umræða og fréttir

Læknar þurfa að hafa fjölbreyttari bakgrunn segir Elsa Valsdóttir

Elsa Valsdóttir skurðlæknir hvatti til fjölbreyttari bakgrunns læknanema hér á landi. Hann væri einsleitur í samfélagi sem breyttist hratt um þessar mundir. Mynd/gag

„Við þurfum fjölbreyttari hóp inn í læknisfræðina,“ sagði Elsa Valsdóttir skurðlæknir í erindi sínu um undirbúning skurðlæknis á málþinginu Framtíð læknismenntunar á Læknadögum.

„Alls staðar í hinum vestræna heimi, sérstaklega á Íslandi, er læknahópurinn svolítið einsleitur. Ég horfi yfir salinn og sé allt þetta frábæra fólk og hef unnið með flestum. En við erum öll með svipaðan bakgrunn. Við erum eiginlega öll úr þremur til fjórum skólum, erum góðir námsmenn, eigum það sennilega sameiginlegt að koma úr stöðugu fjölskylduumhverfi,” sagði Elsa.

„Við þurfum að fá fólk utan af landi. Við þurfum að fá fólk úr ólíkum framhaldsskólum, með öðruvísi menningarlegan bakgrunn. Samfélagið er að breytast. Það breytist hratt og við sem stofnun, læknisfræðin og læknadeild, þurfum að breytast með.“

 

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica