02. tbl. 109. árg. 2023
Umræða og fréttir
Um 800 manns sóttu Læknadaga í ár
Um 800 mættu á Læknadaga í ár. „Við erum sérlega ánægð með afar góða mætingu þetta árið. Þetta er með þeim betri,“ segir Margrét Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Læknadaga. Fjölgað hafi um 10% milli ára.
Tækni og nýjungar fengu sinn sess á Læknadögum í ár.
Hér sjáum við Steinunni Þórðardóttur meðal áhorfenda á fjölmennu málþingi í Silfurbergi.
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélagsins, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Kristín Sigurðardóttir formaður fræðsludaga við setningu Læknadaga. Myndir/gag
Vala Eiríksdóttir leikkona lýsti því listilega hvernig það hefur litað líf hennar að vera dóttir læknis.