10. tbl. 108. árg. 2022
Umræða og fréttir
Ljóð úr Dagsláttu, nýrrri bók Ara Jóhannessonar lyflæknis
Tjaldmorgunn á Suðurlandi
Þú stígur upp úr svefninum
rennir sundur tjaldinu
milli dags og nætur
Teygir nekt þína
móti Skálholtsbirtunni
Hleypir nóttinni út
yfir morgunblaut engin
Veist að hún skildi
litla stjörnu eftir
á festingu slímhúðar
Leg er hjarta um
hjarta, sláttur þeirra
lofsöngur til lífsins núna
og næsta
Við fyrsta grát að vori
hlaupa hvítar ár
úr mjólkurþungum brjóstum
Ari Jóhannesson