05. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Mínerva komin í gagnið, - rætt við Hrönn Pétursdóttur

Mínerva – rafrænt skráningarkerfi fyrir lækna til að skrá og halda utan um símenntun sína, er komin í gagnið. Kerfið ásamt leiðbeiningum er á innri vef LÍ.

Hrönn Pétursdóttir, verkefnastjóri Læknafélags Íslands, segir að næstu mánuði prófi hópur lækna Mínervu. „En skráningarkerfið er nú opið öllum félagsmönnum sem vilja nota það.“

Skrá þarf sérgrein og vinnustað þegar farið er inn á innri vefinn í fyrsta sinn. „En að því loknu birtist innri vefurinn eins og vanalega nema efst í hægra horninu hefur nú bæst við slóð á Mínervu,“ segir Hrönn og hvetur alla til að skrá símenntun sína.

„Með því að skrá geta læknar séð hversu mikil símenntun hefur verið ástunduð á gefnu tímabili og hvort hún uppfyllir lágmarks viðmið sem skilgreint er í leiðbeiningum um símenntun,“ segir hún. Á Mínervu er dagbók um lærdóminn og hægt að taka út skýrslur sem gefa yfirsýn yfir ástundaða símenntun.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica