05. tbl. 108. árg. 2022

Umræða og fréttir

Þórarinn Guðnason hjartalæknir í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Þórarinn Guðnason hjartalæknir er annar tveggja sem kosnir hafa verið nýir í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Frambjóðendurnir voru tíu og úrslitin kynnt á aðalfundinum í marslok.

„Ég er þakklátur sjóðsfélögum fyrir traustið og hlakka til að takast á við verk-efnin,“ sagði Þórarinn þegar Læknablaðið náði tali af honum. Hann beið þá þess að sitja fyrsta stjórnarfundinn mánudaginn 25. apríl.

Alls nýttu 838 kosningaréttinn og er mesta kjörsókn í sögu sjóðsins. Þórarinn varð efstur í kjörinu með rúm 53% en Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum, annar með tæp 12%. Frosti Sigurjónsson var kosinn nýr varamaður í stjórn.

 



Þetta vefsvæði byggir á Eplica