7-8. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Svör heilbr.starfsmanna: Vantar stuðning og að auka samfellu í þjónustunni. Einar Þór Þórarinsson

 1. Í starfi mínu innan heilsugæslunnar sé ég sem mestan vanda skort á stuðningi við störf heimilislæknisins. Annars vegar ytri stuðningur í formi áreiðanlegra og gagnsærra leiða til að koma áfram erindum sem eru of flókin til úrlausna í heilsugæslu, þetta er þó misjafnt eftir sérgreinum. Hins vegar innri stuðningur í formi betri mönnunar annarra stétta innan heilsugæslunnar, svo sem hjúkrunarfræðinga og ritara, sem myndi bæta nýtingu á þekkingu og þjálfun heimilislækna.

2. Það sem helst þarf að laga er að halda áfram að samþætta mismunandi stig og þætti kerfisins svo að það myndist meiri samfella í þjónustunni. Oft á tíðum er talsverð skörun á þeim vandamálum sem til dæmis er sinnt af heimilislæknum annars vegar og sérfræðingum hins vegar. Það þarf að skilgreina verksvið hvers þjónustustigs fyrir sig og koma á samkomulagi um hvenær eðlilegt er að ábyrgð á þjónustu vegna tiltekins vanda flytjist á milli stiga.Þetta vefsvæði byggir á Eplica