5. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Lífið framlengt í Laugardalshöllinni? Bólusett af krafti

„Af hverju er ég hérna?“ spurði einn þeirra sem sat í röð í Laugardalshöll við það að verða bólusettur þriðjudaginn 20. apríl. „Ertu ekki með undirliggjandi sjúkdóm?“ spurði heilbrigðisstarfsmaðurinn á móti. „Nei, en ég á afmæli,“ svaraði hann kátur. Starfsmaðurinn sagði þá að boð hefðu verið sent út til að klára bóluefnið.

Þennan dag var það Pfizer fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Byrjað var á alvarlegustu sjúkdómunum. Þeir sem bólusettir voru þennan dag bættust við hóp þeirra 70.482 einstaklinga sem hafa fengið í það minnsta fyrri bólusetningarskammtinn sinn. Hátt í 29.700 höfðu þann 19. apríl verið fullbólusettir samkvæmt COVID.is, upplýsingasíðu Embættis landlæknis. Mynd/gag



Þetta vefsvæði byggir á Eplica