2. tbl. 107. árg. 2021

Umræða og fréttir

Gong, ráðherra og kenningar á málþingi um áföll og streitu

„Áföll og vanræksla og erfiður aðbúnaður í æsku eru atriði sem geta valdið börnum streitu og erfiðleikum langt inn í fullorðinsárin og jafnvel út lífið ef ekki er reynt að vinna á vandanum.

„Áföll og vanræksla og erfiður aðbúnaður í æsku eru atriði sem geta valdið börnum streitu og erfiðleikum langt inn í fullorðinsárin og jafnvel út lífið ef ekki er reynt að vinna á vandanum. Sjálfur kaus ég nýlega að stíga fram og segja frá reynslu sem hefur haft mikil áhrif á mig,“ sagði Ásmundur Daði Einarsson félags- og barnamálaráðherra þegar hann opnaði málþing um áföll og streitu á fyrsta degi Læknadaga 2021.

Ásmundur benti á lykilhlutverk heilbrigðisstarfsmanna þegar kemur að forvörnum gegn vanlíðan, vanrækslu og ofbeldi. „Börn eiga ekki að bíða, börn eiga ekki að falla á milli kerfa. Þjónustan á að snúast um börnin því þau eru miðpunkturinn,” sagði ráðherrann og lýsti því að nýtt frumvarp hans ætti að ná þessu markmiði

Slegið var í gong og farið yfir kenningar á málþingi um áföll og streitu á fyrsta degi Læknadaga 2021. Fjöldi fólks kom að málþinginu. Anna María Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson, Guðmundur F. Jóhannsson, Ingvar Hákon Ólafsson, Laufey Steindórsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Pálmi Óskarsson, Erla Gerður Sveinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Lilja Kjalarsdóttir tóku til að mynda öll þátt í því.Þetta vefsvæði byggir á Eplica